05.02.2009 00:10SýningarþjálfunBreytt Breytt Upplýsingar um allar sýningarþjálfanir er að finna hér að neðanFrá Unglingadeild. Nú er farið að styttast í sýninguna helgina 28.febrúar - 1.mars og eins og áður verða síðustu þrjár sýningaþjálfanirnar hjá unglingadeildinni í reiðhöll Fáks í Víðidal næstu sunnudaga fram að sýningu. Það er mikilvægt að þeir sem taka þátt í sýningaþjálfununum mæti á réttum tíma. Að venju kostar hvert skipti 500kr og rennur sá peningur óskiptur til þess að styrkja keppendur Unglingadeildarinnar erlendis. En Unglingadeildin með dyggri aðstoð HRFÍ, Dýrheima og SS sendir fulltrúa á helstu sýningar erlendis. Sá ungi sýnandi sem er stigahæstur eftir árið í eldri flokk keppir á Crufts. Annar stigahæsti ungi sýnandinn í eldri flokk keppir á Heimssýningunni og þriðji stigahæsti ungisýnandinn keppir á Evrópusýningunni. Síðan fer fjögurramanna lið skipað fjórum stigahæstu ungu sýnendunum úr eldri flokk á Norðurlandakeppni ungra sýnenda. Mikilvægt er að hafa meðferðis sýningartaum, kúkapoka og nammi eða dót fyrir hundinn. Með vonum að sjá sem flesta, Skrifað af KGB |
Schafer Nafn: KRISTJANAFarsími: 790-6868Tölvupóstfang: schafer68@simnet.isUm: Schafer ræktun - Þýskur fjárhundurTenglar
Eldra efni
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is