Mjaðmalos

Tekið af www.hrfi.is

Mjaðmalos

 

 

 
 
Hvað er mjaðmalos?

Mjaðmalos sést helst hjá stærri hundategundum. ML (mjaðmalos er skráð hér eftir sem ML til styttingar) er sjúkdómur sem hefur áhrif á liðamótin í mjöðminni þegar hvolpurinn er að vaxa. ML getur verið í báðum eða í annarri mjöðminni.

Mjaðmaliðurinn samanstendur af lærleggs kúlunni og skálinni á mjaðmagrindinni. Liðband liggur úr skálinni yfir í toppinn á kúlunni og liðpoki liggur þétt umhverfis liðinn. Liðfletirnir þar sem kúlan og skálin snertast eru klædd brjóski og eru alveg slétt þannig að hreyfing liðsins á að vera slétt og án merkjanlegs viðnáms.

ML stjórnast af margslungnum erfðafræðilegum- og umhverfis þáttum, sem lýsir sér þannig að kúlan fellur ekki nógu vel í skálina. Ástæðurnar geta verið eftirfarandi: vöðvarnir, bandvefurinn og liðböndin umhverfis mjaðmaliðinn eru of slök og halda þannig ekki nógu vel utanum liðinn, eða skálin er of grunn þannig að los kemur á liðinn. Oftar en ekki fæðast hvolparnir með eðlileg liðamót en vefurinn umhverfis "þroskast" óeðlilega á vaxtarskeiði hvolpsins.

Þegar los kemur á liðinn fjarlægist kúlan skálina og ákveðið stress álag kemur á liðbandið og liðpokann og það leiðir til þess að ennþá meira los kemur á liðinn. Vöðvarnir umhverfis liðinn reyna að þröngva beinunum aftur saman en án árangurs. Vegna þunga hundsins þrýstist kúlan í efrikant skálarinnar þannig að tveir beinfletir fara að núast saman í stað brjóskflatanna. Þegar beinin fara að núast saman koma þar beinmyndanir og það myndast vítahringur þar sem þessar beinmyndanir valda enn meiri ertingu (irritation) sem aftur veldur ennþá meiri beinmyndun og hundurinn er kominn með liðagigt (arthritis).

Einkenni.
Helti í afturfótum, hundurinn á erfitt með að standa upp, er "svagur" í afturhlutanum eru dæmigerð einkenni á hundi með ML. Hundurinn á erfitt með lengri göngutúra og tröppur og veigrar sér við að hoppa upp í bíla. Þegar einkennin eru orðin slæm og eru búin að vera í töluverðan tíma sést vöðvarýrnun á stóru vöðvunum á afturhluta hundsins. Einkennin geta komið fram strax við 5 mán aldurinn. Þetta fer þó eftir því hversu slæmt ML er og flestir hundar sýna fyrst einkenni þegar þeir eru á aldrinum 6-10 ára.

Tegundir.
Stærri tegundir eru viðkvæmastar fyrir ML t.d.:
- Golden retriver
- Labrador retriver
- Schaffer
- St. Dani
- Rotweiler
- Setter

Greining.
Einkennin sem áður voru nefnd benda öll til ML en eina örugga greiningin er röntgen myndataka. Þó ber að athuga að það er ekki hægt að setja samasem-merki milli gráðu ML út frá röntgen myndum og þess hve haltur hundurinn er. Þ.e.a.s. óhaltur hundur getur haft ML og öfugt.

Meðferð.
Á Íslandi er oftast um lyfjameðferð að ræða. Um er að ræða meðferð með verkjalyfjum/bólgueyðandi ásamt hvíld. Hvíld í 5-7 daga nær oft mesta sársaukanum í burtu. Cartrophen er tiltölulega nýtt lyf á markaðnum sem farið er að nota í auknu mæli. Meta verður hvert einstakt tilfelli hvort þessi meðferð sé viðeigandi fyrir hundinn. Fer það m.a. eftir aldri hundsins hversu slæmur hann er o.fl.

Eiginleikar Cartropens er að:
- Tefja fyrir niðurbroti brjósksins (inhibitation of cartilage degrating enzymes).
- Hvetja brjóskfrumumyndun og proteoglykana.
- Aukin myndun liðvökva frá frumum í liðpokanum.
- Betri blóðrás í vefinn umhverfis liðinn.

Einnig er hægt að fjarlægja mjaðmakúluna og búa þannig til falskan lið, þ.e. engin tengsl eru þá á milli beinanna og vöðvarnir sjá um að halda fætinum á sínum stað. Með þessu er búið að fjarlægja sársaukann þegar beinin snertast. Takmörkin við þessa aðgerð er sú að hundurinn má ekki vera of þungur (max 25-30 kíló).

Aðrar aðgerðir:
- Skera á vöðva (m.pectinious) þannig að beinin fjarlægjast.
- Skipta um kúlu og skál.
- Skrapa skel.

Fyrirbyggjandi aðgerðir:
Hægt er að skipta þessum þætti í hluta sem snúa að:
- Umhverfisþáttum.
- Erfðaþáttum.

Umhverfisþættirnir:
Hægt er að hafa áhrif á atriði eins og t.d.:
- Þyngd.
- Hreyfing.

Mikilvægt er að hvolpurinn sé ekki of þungur á vaxtarskeiðinu og að hvolpurinn vaxi ekki of hratt þannig að vöðvar, liðbönd og sinar umhverfis mjaðmaliðinn fái sinn tíma til að þroskast og styrkjast á bestan hátt. Ef eitthvað los er á mjöðmum hvolpsins eykst það til muna með of mikilli hreyfingu. Þess vegna ætti að forðast langhlaup, hopp o.þ.h.

Erfðaþættirnir:
Í dag eru sett skilyrði hjá HRFÍ ef got eiga að fást ættbókarfærð. M.a verður að vera búið að röntgenmynda mjaðmir og olnboga foreldranna hjá sumum hundategundanna, sér í lagi hjá þeim stærri og þar á meðal Setternum. Þetta er af hinu góða þar sem þetta er eina leiðin til að lækka tíðni mjaðmaloss. Það verður þó að hafa hugfast að þó að ræktað sé undan ML fríum hundum geta þeir gefið af sér hvolpa með ML.

Þegar hundurinn er mjaðmamyndaður er hann deyfður. Hann er lagður á bakið og lærleggirnir settir í ákveðnar stellingar. Myndirnar eru dæmdar af fáum dýralæknum í Noregi og er það þáttur í því að fá sem besta samræmið í aflestrinum.

Sem ræktandi ætti það að vera skylda hans og metnaður að gera ræktunina betri. Það ætti að vera metnaður hans að selja heilbrigða hunda bæði þeirra vegna og eigendanna vegna. ML fylgja miklar kvalir og hundur á ekki "góða ævi" ef hann þarf að ganga með þennan sjúkdóm í mörg ár. Sársauki getur átt þátt í að hundurinn er ekki eins og hann á að sér að vera og það þekkist að í sumum tilfellum geta þeir orðið "aggresivir".

Mikið af Setter hundum eru veiðihundar og hver vill kaupa veiðihund sem er ónothæfur 5-7 ára. Eigandinn/fjölskyldan tengist hundinum sínum oftar en ekki mjög sterkum böndum og það er mikið álag tilfinningalega að þurfa að horfa á hundinn sinn þjást af ML. Kostnaður getur líka orðið tilfinnanlegur ef þarf að fara ítrekaðar ferðir til dýralæknis og hafa hundinn á lyfjum í skemmri eða lengri tíma. Það ætti ekki að þurfa að hvetja hundaeigendur og sérstaklega ræktendur til að láta mynda hundana og ræktendur ættu að hvetja kaupendur til að mynda hundana sína. Þannig er auðveldara að "kortleggja " ræktunina og sjá hvaða línur eru best fallnar til ræktunar.

Grein eftir Jakobínu Sigvaldadóttur dýralækn

Schafer

Nafn:

KRISTJANA

Farsími:

790-6868

Um:

Schafer ræktun - Þýskur fjárhundur

Sýningar- Þjálfun kl 19

atburður liðinn í

1 mánuð

22 daga

Reykjavík Winner og NKU 9.júní

atburður liðinn í

1 mánuð

11 daga

Tvöföld sýning HRFÍ 10.og 11.ágúst

eftir

21 daga

DNA-test

atburður liðinn í

3 ár

3 mánuði

24 daga

Belcando hundafóður

atburður liðinn í

5 ár

3 mánuði

19 daga

Ice Tindra Bæjarrölt kl 14

atburður liðinn í

1 mánuð

18 daga

Orivet heilsutest

atburður liðinn í

10 mánuði

15 daga

Tenglar

Flettingar í dag: 562
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 597
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 917603
Samtals gestir: 77542
Tölur uppfærðar: 20.7.2024 07:42:08
Flettingar í dag: 562
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 597
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 917603
Samtals gestir: 77542
Tölur uppfærðar: 20.7.2024 07:42:08