Schafer hvolpar 4 daga gamlir Allt gengur vel með schafer hvolpana, þeir stækka og stækka. Klipptum neglur í gær svo er nefið orðið svart en þeir fæðast með bleikt nef. Sasha farin að koma aðeins meira fram annars er hún búin að liggja nánast 24 tíma hjá hvolpunum, rétt farið út að pissa og fá sér að borða. Búin að setja inn nýjar myndir og líka myndband góða skemmtun Baron =gult Blues =rautt Bart =blátt Bravo=grænt Bentley=svart