Jæja loksins búin að setja inn fleiri upplýsingar á síðuna hjá mér. Af hvolpunum er allt gott að frétta þau stækka og stækka. Þegar þau voru mæld í gær var Ice Tindru Bentley orðin þyngstur 918 gr. og á eftir honum kemur hún Ice Tindra Blues 882 gr. hún gefur strákunum ekkert eftir. Það er greinilegt að hún Sasha er sko að mjólka vel fyrir þau.