Takk fyrir allar kveðjurnar í gestabókina mjög gaman að fá þær. Allt gengur vel með hvolpaskottin öll komin yfir 1 kg aðeins 8 daga gamlir, þannig að það er ljóst að Sasha er að mjólka vel. Maður getur endalaust horft á þá. Gaman að fylgjast með þeim þegar þeir eru að drekka og brölta um í gotkassanum. Bara flott. Aragon stóri bróðir er mjög spenntur fyrir litlu systkynum sínum og myndi fara upp í gotkassann ef Sasha myndi leyfa honum en þar setur hún mörkin. Þegar krílin er sett í stóran pappakassa (þegar verið er að skipta um í gotkassanum) þá er hann alveg tilbúin að sleikja og þrífa þá og er voða duglegur við það. Og hvolparnir fá blautan þvott. Notar sko hvert tækifæri sem gefst og Sasha er alveg sátt við það en ekki þegar hann er að teygja sig oní gotkassan þetta er sko minn staður. Set inn nýjar myndir á morgun