Nú eru hvolparnir ornir 3 vikna og það er sko verið að flýta sér að stækka, komnir með tennur og farnir að narta í hvor annann og svo heyrist í þeim eins og ljónsungum. Svo flottir og gaman að fylgjast með hvað það er búið að vera mikil breyting á nokkrum dögum. Hún Blues gerði sér lítið fyrir og klifraði upp úr gotkassanum þannig að við urðum að setja efraborði á gotkassanum fyrir svo skottið kæmist ekki upp úr. Þarna er sko orkubolti á ferð Ice Tindra Blues að skoða sig um eftir að hafa klifrað upp úr gotkassanum.