03.05.2010 23:17Sýningaþjálfun fyrir 5-6 júni sýningu
Sunnudagurinn 30. maí kl 16:00-20:00 Að venju kostar hvert skipti kr. 500.-og rennur sá peningur óskiptur til þess að styrkja keppendur Unglingadeildarinnar erlendis. En Unglingadeildin með dyggri aðstoð HRFÍ, Pedigree og Royal Canin senda fulltrúa á helstu sýningar erlendis. Sá ungi sýnandi sem er stigahæstur eftir árið í eldri flokk keppir á Crufts. Annar stigahæsti ungi sýnandinn í eldri flokk keppir á Heimssýningunni og þriðji stigahæsti ungisýnandinn keppir á Evrópusýningunni. Síðan fer lið skipað fjórum stigahæstu ungu sýnendunum á Norðurlandakeppni ungra sýnenda. Einnig er mikilvægt að fólki taki með sér kúkapoka, sýningartaum og nammi eða dót fyrir hundinn. Hlökkum til að sjá ykkur! Skrifað af KGB |
Schafer Nafn: KRISTJANAFarsími: 790-6868Tölvupóstfang: schafer68@simnet.isUm: Schafer ræktun - Þýskur fjárhundurTenglar
Eldra efni
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is