Schafer er í grúbbu 1.
Um að gera að nýta þessar sýningarþjálfanir til að umhverfisþjálfa hundana sína. Ef þú vilt ekki vera með í hringnum getur þú líka bara verið með hundinn þinn fyrir utan þar sem bæði þú og hundurinn eru að fylgjast með hinum.
Kveðja Kristjana
Tekið af www.hrfi.is
Upplýsingar um allar sýningarþjálfanir er að finna hér að neðan
Unglingadeild
Sýningarþjálfun deildarinnar verður haldin í Reiðhöllinni í Víðidal eftirfarandi daga:
24. okt
15.00-Ungir sýnendur
16.00-Almennir sýnendur
31. okt
14.00-Ungir sýnendur
15.00-Stórir hundar
16.00-Litlir hundar
7. nóv
13.00-Ungir sýnendur
14.00-Grúbba 1,2,4,6
15.00-Grúbba 3,5,9
16.00-Grúbba 7,8,10
14. nóv
13.00-Ungir sýnendur
14.00-Grúbba 1,2,4,6
15.00-Grúbba 3,5,9
16.00-Grúbba 7,8,10
Mikilvægt er að fólk taki með sér kúkapoka, sýningartaum og nammi/dót fyrir hundinn.
Schäferdeild
Sýningarþjálfanir á vegum deildarinnar munu fara fram í bílastæðahúsi Smáralindar (undir debenhams) eftirfarandi daga:
Þriðjudagskvöldið 9. nóvember klukkan 19.30
Þriðjudagskvöldið 16. nóvember klukkan 19.30
Þáttökugjald er 500 krónur og eru hundar af öðrum stórum tegundum velkomnir.
Farið verður yfir atriði sem þarf að hafa í huga þegar hundur er sýndur og er leiðsögnin ýtarleg og persónuleg.
Vinsamlegast komið með viðeigandi sýningartaum, leikfang eða góðgæti sem hundurinn kann að meta sem hægt er að nota til að verðlauna hann.
Við hlökkum til að sjá ykkur!
Stjórn Schäferdeildar HRFÍ
Papillon- & Phalénedeild
Sýningarþjálfun deildarinnar verður haldin í Reiðhöll Gusts í Kópavogi eftirfarandi daga:
26.10 - kl: 20-21
02.11 - kl: 20-21
09.11 - kl: 20-21
16.11 - kl: 17-18
Mikilvægt er að fólki taki með sér kúkapoka, sýningartaum, nammi / dót fyrir hundinn og ekki má gleyma góða skapinu.
Smáhundadeild
sýningaþjálfun deildarinnar verður haldin í reiðhöll Andvara í Garðabæ (Kjóavöllum) sem hér segir:
Fimmtudaginn 11. nóvember kl. 19.15 og kl. 20.30.
Miðvikudaginn 17. október kl. 19.15 og kl. 20.30.
Þátttökugjald er 500 krónur og ekki er ætlast til að þátttakendur komi með fleiri en einn hund.
Farið verður yfir helstu atriði sem hafa þarf í huga þegar hundur er sýndur og er þátttakendum skipt í litla hópa þannig að leiðsögnin verði sem persóulegust.
Vinsamlegast komið með sýningataum fyrir hundinn og leikfang eða góðgæti sem hundurinn kann að meta og hægt er að nota til að verðlauna hann.
Þeir sem vilja, geta komið með fyrri dóma hunda sinna af sýningum, þannig a hægt sé að hafa þá til hliðsjónar í sýningaþjálfuninni.
Við hlökkum til að sjá ykkur!
Stjórn smáhundadeildar HRFÍ.
Svæðafélag norðurlands
Svæðafélag HRFÍ á Norðurlandi mun standa fyrir sýningarþjálfun og fer hún fram í Reiðhöll Léttis:
Sunnudagana 7. og 14. nóvember klukkan 17:00
Þriðjudagana 9. og 16. nóvember klukkan 19:00
Skiptið kostar 500 kr.