Sýningaþjálfun deildarinnar
Schäferdeildin mun halda sýningaþjálfun á miðvikudögum fram að næstu sýningu HRFÍ. Þær verða haldnar úti á túni við Frumherja Hesthálsi. Hvert skipti kostar 500 kr. og rennur allur ágóði beint til Schäferdeildarinnar.
Mikilvægt er að taka með sér nammi eða dót fyrir hundinn, kúkapoka, taum (sýningataum) og einnig er gott að hafa keðju meðferðis.
Sýningaþjálfunin verður vanalega kl. 19 en þó verður undantekning miðvikudaginn 18. maí en þá er aðalfundur HRFÍ sama kvöld svo sýningaþjálfunin verður kl. 18 þann dag.
Sýningaþjálfun Schäferdeildarinnar verður eftirfarandi daga:
Miðvikudaginn 11. maí kl. 19
Miðvikudaginn 18. maí kl. 18
Miðvikudaginn 25. maí kl. 19
Miðvikudaginn 1. júní kl. 19