31.05.2011
Deildarsýning Schäferdeildarinnar
Skráningarfrestur á sýninguna rennur út eftir eina viku: miðvikudaginn 8. júní.
Skráning fer fram í gegnum skrifstofu HRFÍ, s. 588-5255.
Hundaeigendur sem vilja sýna hundinn sinn en treysta sér ekki til þess geta haft samband við stjórn deildarinnar og við aðstoðum við að finna sýnanda.
Einnig minnum við á síðustu sýningarþjálfun deildarinnar að þessu sinni. Hún fer fram annað kvöld kl 19 og kostar aðeins 500 kr. Athugið að það er breytt staðsetning, sýningaþjálfunin fer fram í bílastæðahúsi undir Turninum Smáralind.