07.06.2011 23:32

Skráning á deildarsýningu

Síðasti skráningadagur á morgun 8. júni
á deildarsýninguna hjá Schaferdeildinni.
Sýningin verðu haldin í Guðmundalundi og
dómarinn heitir Fredrik Steen
Opið á skrifstofu HRFÍ til kl 15 á morgun
sími 588-5255. www.hrfi.is

Sjá frétt frá deildinni

Deildarsýning Schäferdeildarinnar verður haldin laugardaginn 16. júlí 2011


Schäferdeildin mun halda glæsilega sýningu í sumar. Dómari verður Svíinn Fredrik Steen sem er bæði Schäferræktandi og sérhæfður Schäferdómari.

Sýningin verður haldin úti en deildin hefur tekið frá svæðið Guðmundarlund í Kópavogi. Aðgangur á sýninguna er ókeypis.

Skráning fer fram í gegnum skrifstofu HRFÍ. Sýningagjald verður það sama og fyrir aðrar sýningar HRFÍ.

Við hvetjum alla Schäfereigendur til að taka þátt og nýta þetta góða tækifæri til þess að fá dóm frá sérhæfðum Schäferdómara.

Skráningafrestur rennur út miðvikudaginn 8. júní.


Picture
Guðmundarlundur


Picture
Fredrik Steen
Picture
Picture
Guðmundarlundur er fallegt og gróið landsvæði í eigu Skógræktar Kópavogs. Deildin fær afnot af allri aðstöðu svo sem skálanum sem sést á myndinni til vinstri auk salernisaðstöðu.

Hægt er að smella á myndirnar til að sjá þær stærri.

Deildarsýning Schäferdeildarinnar

Fyrsta og eina deildarsýning deildarinnar til þessa var haldin 1988 eða fyrir 23 árum síðan. Deildin hefur áður sótt um leyfi til þess að halda sýningu en ekki fengið vilyrði fyrir því fyrr en nú.

Markmið okkar er að gera sýninguna sem glæsilegasta og eftirminnilega. Veitt verða verðlaun fyrir efstu sætin en Verslunin Bendir ehf. gefur bikara og medalíur á sýningunni.


Valinn verður:

Besti hundur sýningar

Besti ungliði sýningar

Besti hvolpur sýningar

Besti öldungur sýningar

Besti afkvæmahópur sýningar

Besti ræktunarhópur sýningar

Besta par sýningar


Á sýningunni verður mögulegt að fá íslenskt meistarastig auk þess sem árangur mun telja til stigahæstu hunda og stigahæsta ræktenda deildarinnar.

Styrktaraðilar sýningarinnar:

Picture
Picture
Picture

Schafer

Nafn:

KRISTJANA

Farsími:

790-6868

Um:

Schafer ræktun - Þýskur fjárhundur

Sýningar- Þjálfun kl 21

eftir

1 dag

Ice Tindra ganga kl 19

eftir

8 daga

NKU -Alþjóðlegsýning HRFÍ 21- 22 júní

eftir

1 mánuð

22 daga

NKU og Alþjóðlegsýning HRFÍ 16 og 17 ágúst

eftir

3 mánuði

17 daga

Orivet heilsutest

atburður liðinn í

1 ár

7 mánuði

24 daga

Belcando hundafóður

atburður liðinn í

6 ár

28 daga

DNA-test

atburður liðinn í

4 ár

1 mánuð

2 daga

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 3529
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 5978
Gestir í gær: 45
Samtals flettingar: 1483216
Samtals gestir: 101598
Tölur uppfærðar: 29.4.2025 11:07:06