07.02.2017 21:13

Týndur hundur

Týndur hundur!

Á ÞETTA VIRKILEGA AÐ SNÚAST UM MERKTA HÁLSÓL?????

Í þessu blessaða viðtali inn á RUV fer Guðmundur að láta þetta snúast um merkta hálsól !!
En þetta snýst ekki um það heldur að eigandi var ekki látinn vita um leið og starfsmenn hjá hundaeftirlitinu, já takið eftir, starfsmenn hjá hundaeftirlitinu fá hundinn í hendur og að það væri ekki með öllum ráðum farið í að leita að eiganda. Starfsmenn hjá hundaeftirliti eru með skanna til að lesa örmerki og það hefði tekið starfsmanninn innan við 2 mínútur að sjá hver var eigandi þessa hunds. Því ekki eru það almennir borgarar sem fara með hunda í vörslu.
Í þessu tilviki var hvolpurinn ekki með merkta hálsól en hundurinn er ÖRMERKTUR (sem er skylda hjá hvaða ræktanda að gera, og það þarf líka að borga fyrir að skrá hunda í þennan gagnagrunn) og skráður í gagnagrunn sem allir starfsmenn hjá hundaeftirliti landsins hafa aðgang að, því hann er opinn ÖLLUM og hægt að komast í gagnagrunninn í hvaða síma eða tölvu með nettengingu.

Þessi umræddi hundur er skráður í gagnagrunninn og allar upplýsingar um eiganda til staðar í gagnagrunni; heimilisfang, heimasími, farsími og netfang. Það tók starfsmann hundaeftirlitsins 16 klukkutíma að láta eigandann vita!!! Því hann sagðist ekki geta komist í gagnagrunninn eftir kl 16 á daginn því þá væri skrifstofunni hans læst og að hann kæmist bara í gagnagrunninn á sinni skrifstofu.
Af hverju er ekki farið eftir þessari reglugerð sem er í gildi.
12. grein í Reglugerð um velferð gæludýra sem segir:
"Ávallt skal, eins fljótt og auðið er, leitað eftir örmerki dýrs sem fangað hefur verið. Ef ekki næst í umráðamann eða dýrið er ómerkt skal dýr án tafar flutt í dýraaðstöðu sveitarfélag".

Því, sem ræktandi, borgar maður með glöðu geði þetta gjald fyrir skráningu í þennan gagnagrunni til að komast hjá þessari vanlíðan og ótta sem verður þegar hundurinn manns týnist, sem getur komið fyrir á bestu bæjum að hann týnist. Tala ekki um að leita og leita í fleiri, fleiri klukkutíma.

ÞESSU VERKLAGI ÞARF AÐ BREYTA.


Sjá greinar um þetta mál inn á Hundalífspóstinum og RUV.


http://www.hundalifspostur.is/2017/02/07/vefsida-ruv-fjallar-um-handsomun-hvolps/

http://www.ruv.is/frett/leitudu-hunds-sem-var-hja-heilbrigdiseftirliti


http://www.hundalifspostur.is/2017/02/06/ef-ekki-naest-i-umradamann-skal/


Schafer

Nafn:

KRISTJANA

Farsími:

790-6868

Um:

Schafer ræktun - Þýskur fjárhundur

Sýningar- Þjálfun kl 21

eftir

24 daga

Schaferdeildarsýning tvöföld 2025

eftir

3 mánuði

14 daga

NKU -Norðurljósasýning HRFÍ 1-2 mars 23 nóv

eftir

2 mánuði

10 daga

Ice Tindra jólaganga kl 13

eftir

6 daga

Orivet heilsutest

atburður liðinn í

1 ár

3 mánuði

17 daga

Belcando hundafóður

atburður liðinn í

5 ár

8 mánuði

21 daga

DNA-test

atburður liðinn í

3 ár

8 mánuði

26 daga

Tenglar

Flettingar í dag: 477
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 2337
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 1203756
Samtals gestir: 92283
Tölur uppfærðar: 22.12.2024 03:04:27