11.09.2022 06:40Norsk Winner júlí 2022
Draumur minn til margra ára rættist að eignast hund frá Ítalíu í fyrra. Svakalega flottir ræktendur og hundar á Ítalíu sem maður er búin að fylgjast með í mörg ár. Við keyptum hann Ibra og fór hann í þjálfun til David Grassi á Ítalíu, sem gerði frábæra hluti í þjálfun á Ibra. Erum svo þakklát að hafa fengið pláss hjá þjálfara eins og David sem veit upp á 10 hvað hann er að gera. Þjálfunin saman stóð af 5 prófum og kláraði Ibra þessi próf með frábærum árangri hjá David. WT- skapgerðarmat BH- hlýðinipróf AD- þolpróf hjólað 20 km Kkl- ræktunardómur/sýning/bitvinna IGP- bitvinna/ spor/ hlýðni Ibra kom til Noregs í apríl 2022 og þar tóku Øyvind og Nina við honum og þjálfuðu hann upp í að vera í sýningahringnum og var stórskotslegur árangur hjá þeim með hann. Einnig fengu við til liðs við okkur margfaldan heimsmeistara í IPO/IGP keppni hann Ingar Andersen til að þjálfa Ibra í bitvinnu fyrir sýninguna í júlí. Þúsund þakkir fyrir alla hjálpina með Ibra. Ibra fór á sína fyrstu sýningu sem var með SV reglum frá þýskalandi í júlí á Nordic winner hjá Norska schaferhunda klúbbnum. SV reglur fyrir hundi í vinnuhundaflokki saman stendur af 4 þáttum. Sýning Skotprófi Hlaupa laus við hæl Bitvinnu. Stóð Ibra sig frábærlega og varð hann í 7. sæti -V4. í mjög sterkum flokki. Ibra fékk flottan haldler frá Þýskalandi Mosaab F. Átti Ibra með þeim betri bitvinnu próf af þeim 23 hundum sem voru í flokknum, en það náðu bara 16 hundar bitvinnuprófinu. Erum svo stolt af þessum gaur og hann bræðir alla sem hitta hann. Það sem okkur hlakkar til að fá hann heim til Íslands og erum hrikalega stolt af honum. Hér koma nokkrar myndir frá sýningunni.
Skrifað af KGB |
Schafer Nafn: KRISTJANAFarsími: 790-6868Tölvupóstfang: schafer68@simnet.isUm: Schafer ræktun - Þýskur fjárhundurTenglar
Eldra efni
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is