Færslur: 2009 Janúar

31.01.2009 22:11

Schafer hvolpar

Schafer hvolparnir hennar Söshu ekki en komnir.emoticon

31.01.2009 10:12

Got

Góðan daginn
Sasha er sko að láta bíða eftir sér emoticon , bumban stækkar og stækkaremoticon . Allt í fullu fjöri hjá hvolpunum, gaman að sjá og finna fullt af hreyfingum.emoticon Biðjum að heilsa í bili emoticon

30.01.2009 07:40

Got

Góðan daginn já hún Sasha er sko að láta bíða eftir sér. Allt rólegt í nótt.

28.01.2009 23:30

Sasha

Sasha mín lætur bíða eftir sér. Henni líður bara vel, fórum í göngutúra í dag. Aragon skilur ekkert í þessari leti í Söshu að hún vilji ekki leika við sig, ekki ánægður með þetta.  Sasha er farin að minnka að borða þannig að þetta hlýtur að fara að koma bráðleg. emoticon 

27.01.2009 23:18

Sasha hvolpafull

Sasha fitnar og fitnar. Henni líður mjög vel er hin kátasta og er dugleg að borða. Það eru komnar fullt af hreyfingum hjá hvolpunum. Þegar Sasha liggur á hliðinni þá sér maður magann ganga til og frá. Mikið fjör þarna inni. emoticon  Öllum farið að hlakka til að sjá krílin koma í heiminn, en það fer að koma að því á næstu dögum emoticon

24.01.2009 00:44

Sýningarþjálfun hjá Schaferdeild

Tekið að síðunni hjá Schaferdeild


Schafer deildin hefur ákveðið  að hafa sýningarþjálfun. 
  
Þjálfunin fer fram í Reiðhöll Sigurbjörns í C- tröð Víðidal, á Laugardögum milli  16:00 og 17:00 og kostar 500 kr hvert skipti.  Þetta er fínt til að umhverfisvenja hundana og venja þá við hestalyktina.

Munið eftir nammi og skítapokum.


kveðja
Stjórnin

23.01.2009 23:53

Sasha

Það stækkar og stækkar á henni Söshu maginn. Búið að fara í röntgen og allt lítur vel út, það sáust 6 hvolpar. Þannig að nú verður fjör í koti. emoticon

22.01.2009 21:53

Nýtt sýningarþjálfun

Frá Unglingadeild.

Vegna frábærar þátttöku félaga HRFÍ á sýningarþjálfanir Unglingadeildarinnar í byrjun árs hefur Unglingadeildin ákveðið að breyta örlítið skipulaginu. Hingað til hefur skipulag sýningarþjálfunarinnar verið þannig að allir tegundarhópa eigi að mæta á sama tíma. En eins og fyrr sagði hefur þátttakan verið það góð að þjálfarar unglingadeildarinnar ná ekki að sinna hverjum og einum eins og best væri á kosið. Til þess að koma í veg fyrir að svo verði áfram verða höfum við ákveðið að skipta sýningarþjálfuninni upp, það er að segja. Ungir sýnendur verða frá 17-18, tegundarhópar 1-5 frá 18-19 og tegundarhópar 6-10 frá 19 - 20

Við vonumst til að þetta leiði til betri og skipulagðari sýningarþjálfana. Við erum afskaplega þakklátar fyrir þessa góðu mætingu og þann mikla stuðning sem félagsmenn hafa sýnt okkur, því munum við áfram reyna að gera okkar besta til að sýningarþjálfunin megi vera sem nytsamlegust. Liður í því er að fjölga tímunum og þjálfurum.

Við biðjumst jafnframt velvirðingar á þeim óþægindum sem þið kunnið að hafa orðið fyrir vegna plássleysis á sýningarþjálfunum undan farin tvö skipti.

Sýningarþjálfanir verða þá sem hér segir:

Sunnudaginn 25. janúar í Gusti:
Ungirsýnendur kl. 17-18,
tegundarhópur 1-5 og
tegundarhópur 6-10 kl: 19-20
Sunnudaginn 1. febrúar í Gusti
Ungirsýnendur kl. 17-18,
tegundarhópur 1-5 og
tegundarhópur 6-10 kl: 19-20

Sunnudaginn 8. febrúar: Auglýst síðar.
Sunnudaginn 15. febrúar: Auglýst síðar.
Sunnudaginn 22. febrúar: Auglýst síðar.

Jafnframt vegna góðrar mætingu verður óþarft að skrá sig á sýningarþjálfanirnar 8- 22 febrúar. Við þökkum þó þær góðu undirtektir sem við fengum, en fjöldi skráninga hefur borist.

Að venju kostar hvert skipti 500kr og rennur sá peningur óskiptur til þess að styrkja keppendur Unglingadeildarinnar erlendis. En Unglingadeildin með dyggri aðstoð HRFÍ, Dýrheima og SS sendir fulltrúa á helstu sýningar erlendis.
Sá ungi sýnandi sem er stigahæstur eftir árið í eldri flokk keppir á Crufts. Annar stigahæsti ungi sýnandinn í eldri flokk keppir á Heimssýningunni og þriðji stigahæsti ungisýnandinn keppir á Evrópusýningunni. Síðan fer fjögurramanna lið skipað fjórum stigahæstu ungu sýnendunum úr eldri flokk á Norðurlandakeppni ungra sýnenda.

Athugið að mikilvægt er að mætt sé á réttum tíma á æfingarnar svo þær geti byrjað á tilsettum tíma. Einnig er mikilvægt að fólki taki með sér kúkapoka, sýningartaum og nammi eða dót fyrir hundinn.

F.h. stjórnar Unglingadeildarinnar,
Jónína Sif

16.01.2009 18:12

Aragon og Akkiles (Zorró) 11 mán í dag

Jæja nú er strákarnir 11 mán í dag. emoticon  emoticon

16.01.2009 18:09

A.T.H breyting á tímum í sýningarþjálfun

Fréttir

8.1.2009 09:09:34
Sýningaþjálfun á vegum Unglingadeildar HRFÍ

Sýningaþjálfun á vegum Unglingadeildar HRFÍ fyrir vorsýningu félagsins hefst sunnudaginn 11. Janúar. Sýningaþjálfunin fer fram í Gusti sunnudagana 11. 18. 25 og 1. Febrúar. En staðsetning seinni þrjá sunnudagana verður auglýst síðar.
 

Hinsvegar vegna aukins fjölda á sýningaþjálfunum Unglingadeildarinnar, verða síðustu þrír sunnudagarnir bundnir skráningu.Þannig mun unglingadeildin geta raðað niður hundum þannig að hæfilegur fjöldi sé í hverjum tíma og með því minnkað bið og aukið gæði þjálfunarinnar. Sama verð verður á þessum sýningaþjálfunum og hefur verið, hins vegar þarf að greiða fyrir alla þrjá tímana í fyrsta tímanum. Skráningingu lýkur Sunnudaginn 25 janúar en tekið er við skráningu á udhrfi@gmail.com Það sem þarf að koma fram í skráningu er Nafn og símanúmer eiganda sem og nafn og tegund hunds.

Það er von stjórnar unglingadeildarinnar að þetta mælist vel fyrir,en með þessu móti erum við að reyna að koma á móts við hinn almenna sýnanda.

Sýningarþjálfun:
Sunnudaginn 11. janúar í Gusti: Ungirsýnendur kl. 18-19, hinn almenni sýnandi kl. 19-20
Sunnudaginn 18. janúar í Gusti: Ungirsýnendur kl. 18-19, hinn almenni sýnandi kl. 19-20
Sunnudaginn 25. janúar í Gusti: Ungirsýnendur kl. 18-19, hinn almenni sýnandi kl. 19-20
Sunnudaginn 1. febrúar í Gusti: Ungirsýnendur kl. 18-19, hinn almenni sýnandi kl. 19-20

Sunnudaginn 8. febrúar: Auglýst síðar.
Sunnudaginn 15. febrúar: Auglýst síðar.
Sunnudaginn 22. febrúar: Auglýst síðar.

Að venju kostar hvert skipti 500kr og rennur sá peningur óskiptur til þess að styrkja keppendur Unglingadeildarinnar erlendis. En Unglingadeildin með dyggri aðstoð HRFÍ senda fulltrúa á helstu sýningar erlendis. Sá ungi sýnandi sem er stigahæstur eftir árið í eldri flokk keppir á Crufts. Annar stigahæsti ungi sýnandinn í eldri flokk keppir á Heimssýningunni og þriðji stigahæsti ungisýnandinn keppir á Evrópu sýningunni. Síðan fer fjögurramanna lið skipað fjórum stigahæstu ungu sýnendunum úr eldri flokk á Norðurlandakeppni ungra sýnenda.

Athugið að mikilvægt er að mætt sé á réttum tíma á æfingarnar svo þær geti byrjað á tilsettum tíma. Einnig er mikilvægt að fólki taki með sér kúkapoka, sýningartaum og nammi eða dót fyrir hundinn.

Kær kveðja,
Jónína Sif, formaður Unglingadeildar.

16.01.2009 07:35

Got

Nú fer að líða að goti hjá Söshu á hún ca 2 vikur eftir og kemur þá í ljós hvað koma margir. Spennan eykst.
Sasha var pöruð við flotta strákinn hann Rambó.

10.01.2009 19:51

Sýningarþjálfun

Sýningaþjálfun á vegum Unglingadeildar HRFÍ

Sýningaþjálfun á vegum Unglingadeildar HRFÍ fyrir vorsýningu félagsins hefst sunnudaginn 11. Janúar. Sýningaþjálfunin fer fram í Gusti sunnudagana 11. 18. 25 og 1. Febrúar. En staðsetning seinni þrjá sunnudagana verður auglýst síðar.
 

Hinsvegar vegna aukins fjölda á sýningaþjálfunum Unglingadeildarinnar, verða síðustu þrír sunnudagarnir bundnir skráningu.Þannig mun unglingadeildin geta raðað niður hundum þannig að hæfilegur fjöldi sé í hverjum tíma og með því minnkað bið og aukið gæði þjálfunarinnar. Sama verð verður á þessum sýningaþjálfunum og hefur verið, hins vegar þarf að greiða fyrir alla þrjá tímana í fyrsta tímanum. Skráningingu lýkur Sunnudaginn 25 janúar en tekið er við skráningu á udhrfi@gmail.com Það sem þarf að koma fram í skráningu er Nafn og símanúmer eiganda sem og nafn og tegund hunds.

Það er von stjórnar unglingadeildarinnar að þetta mælist vel fyrir,en með þessu móti erum við að reyna að koma á móts við hinn almenna sýnanda.

Sýningarþjálfun:
Sunnudaginn 11. Janúar í Gusti: Ungirsýnendur kl. 17-18, hinn almenni sýnandi kl. 18-19
Sunnudaginn 18. Janúar í Gusti: Ungirsýnendur kl. 17-18, hinn almenni sýnandi kl. 18-19
Sunnudaginn 25. Janúar í Gusti: Ungirsýnendur kl. 17-18, hinn almenni sýnandi kl. 18-19
Sunnudaginn 1. Febrúar í Gusti: Ungirsýnendur kl. 17-18, hinn almenni sýnandi kl. 18-19

Sunnudaginn 8. Febrúar: Auglýst síðar.
Sunnudaginn 15. Febrúar: Auglýst síðar.
Sunnudaginn 22. Febrúar: Auglýst síðar.

Að venju kostar hvert skipti 500kr og rennur sá peningur óskiptur til þess að styrkja keppendur Unglingadeildarinnar erlendis. En Unglingadeildin með dyggri aðstoð HRFÍ senda fulltrúa á helstu sýningar erlendis. Sá ungi sýnandi sem er stigahæstur eftir árið í eldri flokk keppir á Crufts. Annar stigahæsti ungi sýnandinn í eldri flokk keppir á Heimssýningunni og þriðji stigahæsti ungisýnandinn keppir á Evrópu sýningunni. Síðan fer fjögurramanna lið skipað fjórum stigahæstu ungu sýnendunum úr eldri flokk á Norðurlandakeppni ungra sýnenda.

Athugið að mikilvægt er að mætt sé á réttum tíma á æfingarnar svo þær geti byrjað á tilsettum tíma. Einnig er mikilvægt að fólki taki með sér kúkapoka, sýningartaum og nammi eða dót fyrir hundinn.

Kær kveðja,
Jónína Sif, formaður Unglingadeildar.

  • 1

Schafer

Nafn:

KRISTJANA

Farsími:

790-6868

Um:

Schafer ræktun - Þýskur fjárhundur

Sýningar- Þjálfun kl 20

atburður liðinn í

15 daga

Hvolpasýning sunnudag 27.okt 2024

atburður liðinn í

25 daga

NKU -Winter Wonderland 23 nóv

eftir

2 daga

DNA-test

atburður liðinn í

3 ár

7 mánuði

25 daga

Belcando hundafóður

atburður liðinn í

5 ár

7 mánuði

20 daga

Ice Tindra Bæjarrölt kl 13

eftir

10 daga

Orivet heilsutest

atburður liðinn í

1 ár

2 mánuði

16 daga

Tenglar

Flettingar í dag: 1037
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 1381
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1145682
Samtals gestir: 89458
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:28:12