Færslur: 2009 Febrúar23.02.2009 18:00Schafer hvolpar 3 viknaNú eru hvolparnir ornir 3 vikna og það er sko verið að flýta sér að stækka, komnir með tennur og farnir að narta í hvor annann og svo heyrist í þeim eins og ljónsungum. Svo flottir og gaman að fylgjast með hvað það er búið að vera mikil breyting á nokkrum dögum. Hún Blues gerði sér lítið fyrir og klifraði upp úr gotkassanum þannig að við urðum að setja efraborði á gotkassanum fyrir svo skottið kæmist ekki upp úr. Þarna er sko orkubolti á ferð Ice Tindra Blues að skoða sig um eftir að hafa klifrað upp úr gotkassanum. Nýjar myndir í myndaalbúminu. Bless í bili Skrifað af KGB 19.02.2009 07:00Schafer hvolpar Allt gengur vel með krílin, frábært að sjá hvað þau styrkjast og styrkjast á hverjum degi, geta labbað nokkur skref í einu. Svo eru þau farin að narta í hvort annað líka reyna að þrifa sig, sjá og heyra . Miklar breytingar á nokkrum dögum. Ekki langt þanngað til að þau fá að borða mat en ekki alveg strax þar sem þau þyngjast og þyngjast öll komin yfir 1500gr. Skrifað af KGB 16.02.2009 22:59Schafer hvolpar 14 daga gamlir 2009Loksins loksins komnar nýjar myndir, gengur alveg rosalega vel allir búinir að opna augun og farnir að staulast um, stundum rúlla þeir heila hring þegar þeir detta á hliðina, ótrulega flottir . Það er alveg frábært að sjá þá hvað þeir stækka og stækka allir komnir um 1400 gr. og yfir Skrifað af KGB 16.02.2009 22:45Aragon og Akkiles (Zorró) 1 árs 1 árs gamlir Skrifað af KGB 12.02.2009 12:09Heimsókn og nýjar myndirBúin að setja inn nýjar myndir Skrifað af KGB 10.02.2009 21:33Schafer hvolparTakk fyrir allar kveðjurnar í gestabókina mjög gaman að fá þær. Allt gengur vel með hvolpaskottin öll komin yfir 1 kg aðeins 8 daga gamlir, þannig að það er ljóst að Sasha er að mjólka vel. Maður getur endalaust horft á þá. Gaman að fylgjast með þeim þegar þeir eru að drekka og brölta um í gotkassanum. Bara flott. Aragon stóri bróðir er mjög spenntur fyrir litlu systkynum sínum og myndi fara upp í gotkassann ef Sasha myndi leyfa honum en þar setur hún mörkin. Þegar krílin er sett í stóran pappakassa (þegar verið er að skipta um í gotkassanum) þá er hann alveg tilbúin að sleikja og þrífa þá og er voða duglegur við það. Og hvolparnir fá blautan þvott. Notar sko hvert tækifæri sem gefst og Sasha er alveg sátt við það en ekki þegar hann er að teygja sig oní gotkassan þetta er sko minn staður. Set inn nýjar myndir á morgun Skrifað af KGB 07.02.2009 18:07Búin að bæta inn á síðuna upplýsingumJæja loksins búin að setja inn fleiri upplýsingar á síðuna hjá mér. Af hvolpunum er allt gott að frétta þau stækka og stækka. Þegar þau voru mæld í gær var Ice Tindru Bentley orðin þyngstur 918 gr. og á eftir honum kemur hún Ice Tindra Blues 882 gr. hún gefur strákunum ekkert eftir. Það er greinilegt að hún Sasha er sko að mjólka vel fyrir þau.
Skrifað af KGB 06.02.2009 23:40schafer hvolpar 4 daga gamlir.Schafer hvolpar 4 daga gamlir Skrifað af KGB 05.02.2009 00:15Sýningarþjálfu í KeflavíkSýningarþjálfun í Keflavík Sýningarþjálfun fyrir vorsýninguna verður í gömlu reiðhöllinni (bláu) við Mánagrund á eftirfarandi tímum: Þriðjudagur 10. febrúar kl. 19 - Allir hundar Hver tími kostar kr. 500.
Skrifað af KGB 05.02.2009 00:10SýningarþjálfunBreytt Breytt Upplýsingar um allar sýningarþjálfanir er að finna hér að neðanFrá Unglingadeild. Nú er farið að styttast í sýninguna helgina 28.febrúar - 1.mars og eins og áður verða síðustu þrjár sýningaþjálfanirnar hjá unglingadeildinni í reiðhöll Fáks í Víðidal næstu sunnudaga fram að sýningu. Það er mikilvægt að þeir sem taka þátt í sýningaþjálfununum mæti á réttum tíma. Að venju kostar hvert skipti 500kr og rennur sá peningur óskiptur til þess að styrkja keppendur Unglingadeildarinnar erlendis. En Unglingadeildin með dyggri aðstoð HRFÍ, Dýrheima og SS sendir fulltrúa á helstu sýningar erlendis. Sá ungi sýnandi sem er stigahæstur eftir árið í eldri flokk keppir á Crufts. Annar stigahæsti ungi sýnandinn í eldri flokk keppir á Heimssýningunni og þriðji stigahæsti ungisýnandinn keppir á Evrópusýningunni. Síðan fer fjögurramanna lið skipað fjórum stigahæstu ungu sýnendunum úr eldri flokk á Norðurlandakeppni ungra sýnenda. Mikilvægt er að hafa meðferðis sýningartaum, kúkapoka og nammi eða dót fyrir hundinn. Með vonum að sjá sem flesta, Skrifað af KGB 04.02.2009 23:07Schafer Hvolpar 1 og 2 daga gamlir Allt gengur vel með hvolpaskottin þau þyngjast og stækka. Skrifað af KGB 02.02.2009 21:10Schafer hvolpar nýfæddirHér koma myndir af schafer hvolpum hennar Söshu og Rambó. Þau eru ótrúlega spræk og ekki vandi að setja þá á spena, bara leið og nefið snerti spenann þá var hann gripinn og sogin. Mikill kraftur í þessu litlu krílum. Líka búin að setja inn nýtt albúm Skrifað af KGB 02.02.2009 09:44HvolparLoksins loksins Það komu 4 rakkar og 1 tík í heiminn í nótt. Öll um 600 gr og yfir, rosalega dugleg að drekka. Líður öllum vel og Söshu líka sem stóð eins og hetja í þessu öllu. Set inn myndir seinna Skrifað af KGB
|
Schafer Nafn: KRISTJANAFarsími: 790-6868Tölvupóstfang: schafer68@simnet.isUm: Schafer ræktun - Þýskur fjárhundurTenglar
Eldra efni
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is