Færslur: 2009 September

26.09.2009 00:00

Ice Tindra Bravo í heimsókn


Fengum þennan flotta strák hann Ice Tindra Bravo í heimsókn, mikið fjör hjá þeim Söshu, Aragon og Bravoemoticon

Ice Tindra Bravo
Nýja myndir í myndaalbúminuemoticon

22.09.2009 11:30

Að sýna hund - Fyrirlestur

Tekið af HRFÍ síðunni


Að sýna hund - fyrirlestur


Brynja Tomer heldur erindi um hundasýningar fimmtudaginn 24. september næstkomandi í félagsheimili Andvara á Kjóavöllum í Garðabæ. Erindið hefst kl. 19 og verður um 45 mínútna langt.

Farið verður yfir ólíkar aðferðir við að stilla hundum upp fyrir dómara og það sem hafa ber í huga þegar hundur er sýndur. Einnig verður farið yfir heppilegan klæðnað, taumhald og sitthvað fleira, ásamt því sem farið verður yfir helstu atriði í sýningareglum.

Þátttakendur fá ljósrit af þeim glærum sem notaðar verða til útskýringa.

Í beinu framhaldi verður sýningaþjálfun í reiðhöll Andvara á vegum Fuglahunda- Schnauzer- og Shih Tzu-deilda HRFÍ.

Aðgangseyrir er 500 krónur á mann.


18.09.2009 20:21

Heimsókn

Fengum þessi flottu systkyni Ice Tindra Bart -Úlf og Ice Tindra Blues -Heru og eigendur í heimsóknemoticon


16.09.2009 14:46

Dagskrá fyrir Okt sýninguna birt með fyrirvara um breytingu.

Sjá það er komin dagskrá fyrir næstu
Okt  2009 sýningu

Linkur : http://www.hrfi.is/FileLib/skjalasafn/dagskrá%20október%202009NOTA.pdf

emoticon

 

16.09.2009 14:41

Sýningaþjálfun

Sýningaþjálfun hjá þessum deildum líka, þannig að allir ættu að geta fundið tíma sem hentar til að mæta með hundinn sinn.
Muna eftir nammi og poka.
emoticon
-------------------------------

PMFdeildin
mun verða með sýningarþjálfun á Þriðjudögum í reiðhöll Andvara kl 20.

Þriðjudaginn 1. sept.
Þriðjudaginn 8. sept.
Þriðjudaginn 15. sept.
Þriðjudaginn 22. sept.
Þriðjudaginn 29. sept.

Skiptið kostar 500kr á hund

Munið eftir skítapokum og nammi

Allir velkomnir.


Fuglahundadeild, Schnauzerdeild og Shih tzudeild munu standa fyrir sýningaþjálfun á fimmtudagskvöldum fram að haust sýningu HRFÍ, í reiðhöll Andvara á Kjóavöllum í Garðabæ. 

Fimmtudaginn 17. september kl. 20
Byrjendur: Farið yfir helstu atriði sem gott er að vita áður en farið er með hund á sýningu. Grunnur að sýningaþjálfun.
Lengra komnir: Hefðbundin sýningaþjálfun með áherslu á sérkenni tegunda og einstaklinga. Farið yfir dóma sem hundar hafa fengið á fyrri sýningum.

Fimmtudaginn 24. september  kl. 20
Hefðbundin sýningaþjálfun og upprifjun.

Fimmtudaginn 1. október  kl. 20
Hefðbundin sýningaþjálfun og æfing fyrir úrslit í stórum hring.

Ræktendur athugið!  Ef þið ætlið að vera með ræktunar- eða afkvæmahóp látið leiðbeinendur vita í upphafi tíma ef þið viljið fá þjálfun fyrir ræktunar- eða afkvæmahóp.

Þátttökugjald er 500 kr. fyrir skiptið.

  Munið sýningataum, kúkapoka og nammi eða dót sem hundurinn er hrifinn af.

  Þeir sem vilja geta komið með dóma frá fyrri sýningum svo hægt sé að taka mið af þeim í þjálfuninni.

  Gott er að viðra hundinn áður en komið er með hann í sýningaþjálfun.

 


Sýningarþjálfanir á Akureyri v/sýningar HRFÍ 3. og 4. október nk.

Sýningarþjálfanir Svæðafélagsins verða haldnar í Reiðhöll Hestamannafélagsins Léttis sem hér segir:

Mánudaginn 14. september,

sunnudaginn 20. september,

fimmtudaginn 24. september og

sunnudaginn 27. september.

Þjálfanirnar eru allar kl. 18. Mánudaginn 14. september ætlar Guðrún Dögg Sveinbjörnsdóttir að aðstoða okkur, en hún hefur m.a. verið í landsliði HRFÍ í ungum sýnendum og keppt fyrir Íslands hönd á norðurlandakeppni ungra sýnenda.

Mætum með góða skapið, sýningartauminn, skítapokana, nammið og að sjálfsögðu hundinn.

f.h. Svæðafélagsins

Sigurlaug Hauksdóttir


08.09.2009 20:22

Brons hlýðni

Aragon fór í brons próf hjá HRFÍ 5 sept, gekk honum bara vel, náði með 138,5 stigum. 
 

06.09.2009 22:52

Schaferdeildin

Schaferdeildin ætlar að halda áfram að hittast á reiðvellinum í Víðidalnum fyrir neðan reiðhöllina klukkan 17 á sunnudögum fram að sýningu.
Allir að mæta með nammi, poka og góða skapið.emoticon

06.09.2009 22:49

Sýningarþjálfun fyrir Okt sýninguna

Sýningaþjálfunin fer fram í Reiðhöllinni Víðidal

Sunnudagurinn 6. sept  kl 16:00 - 20:00
16:00 - 17:00 Ungir sýnendur
17:00 - 18:00 Almennir sýnendur ,tegundahópar 1,2,6
18:00 - 19:00 Almennir sýnendur ,tegundahópar 5,9,3,4
19:00 - 20:00 Almennir sýnendur ,tegundahópar 7,8,10

Sunnudagurinn 13. sept  kl 16:00 - 20:00
16:00 - 17:00 Ungir sýnendur
17:00 - 18:00 Almennir sýnendur ,tegundahópar 1,2,6
18:00 - 19:00 Almennir sýnendur ,tegundahópar 5,9,3,4
19:00 - 20:00 Almennir sýnendur ,tegundahópar 7,8,10

Sunnudagurinn 20. sept  kl 16:00 - 20:00
16:00 - 17:00 Ungir sýnendur
17:00 - 18:00 Almennir sýnendur ,tegundahópar 1,2,6
18:00 - 19:00 Almennir sýnendur ,tegundahópar 5,9,3,4
19:00 - 20:00 Almennir sýnendur ,tegundahópar 7,8,10

Sunnudagurinn 27. sept  kl 16:00 - 20:00
16:00 - 17:00 Ungir sýnendur
17:00 - 18:00 Almennir sýnendur ,tegundahópar 1,2,6
18:00 - 19:00 Almennir sýnendur ,tegundahópar 5,9,3,4
19:00 - 20:00 Almennir sýnendur ,tegundahópar 7,8,10


Að venju kostar hvert skipti kr. 500.-og rennur sá peningur óskiptur til þess að styrkja keppendur Unglingadeildarinnar erlendis. En Unglingadeildin með dyggri aðstoð HRFÍ, Pedigree og Royal Canin senda fulltrúa á helstu sýningar erlendis.

Sá ungi sýnandi sem er stigahæstur eftir árið í eldri flokk keppir á Crufts. Annar stigahæsti ungi sýnandinn í eldri flokk keppir á Heimssýningunni og þriðji stigahæsti ungisýnandinn keppir á Evrópusýningunni. Síðan fer lið skipað fjórum stigahæstu ungu sýnendunum á Norðurlandakeppni ungra sýnenda.

Athugið að mikilvægt er að mætt sé á réttum tíma á æfingarnar svo þær geti byrjað á tilsettum tíma.

Einnig er mikilvægt að fólki taki með sér kúkapoka, sýningartaum og nammi eða dót fyrir hundinn.

  • 1

Schafer

Nafn:

KRISTJANA

Farsími:

790-6868

Um:

Schafer ræktun - Þýskur fjárhundur

Sýningar- Þjálfun kl 20

atburður liðinn í

15 daga

Hvolpasýning sunnudag 27.okt 2024

atburður liðinn í

25 daga

NKU -Winter Wonderland 23 nóv

eftir

2 daga

DNA-test

atburður liðinn í

3 ár

7 mánuði

25 daga

Belcando hundafóður

atburður liðinn í

5 ár

7 mánuði

20 daga

Ice Tindra Bæjarrölt kl 13

eftir

10 daga

Orivet heilsutest

atburður liðinn í

1 ár

2 mánuði

16 daga

Tenglar

Flettingar í dag: 1037
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 1381
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1145682
Samtals gestir: 89458
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:28:12