Færslur: 2010 Október

26.10.2010 15:04

Sýningarþjálfanir fyrir næstu sýningu

Schafer er í grúbbu 1.
Um að gera að nýta þessar sýningarþjálfanir til að umhverfisþjálfa hundana sína.  Ef þú vilt ekki vera með í hringnum getur þú líka bara verið með hundinn þinn fyrir utan þar sem bæði þú og hundurinn eru að fylgjast með hinum.
Kveðja Kristjana





Tekið af
www.hrfi.is

Upplýsingar um allar sýningarþjálfanir er að finna hér að neðan

Unglingadeild
Sýningarþjálfun deildarinnar verður haldin í Reiðhöllinni í Víðidal eftirfarandi daga:

24. okt
15.00-Ungir sýnendur
16.00-Almennir sýnendur

31. okt
14.00-Ungir sýnendur
15.00-Stórir hundar
16.00-Litlir hundar

7. nóv
13.00-Ungir sýnendur
14.00-Grúbba 1,2,4,6
15.00-Grúbba 3,5,9
16.00-Grúbba 7,8,10

14. nóv
13.00-Ungir sýnendur
14.00-Grúbba 1,2,4,6
15.00-Grúbba 3,5,9
16.00-Grúbba 7,8,10

Mikilvægt er að fólk taki með sér kúkapoka, sýningartaum og nammi/dót fyrir hundinn.

  


Schäferdeild
Sýningarþjálfanir á vegum deildarinnar munu fara fram í bílastæðahúsi Smáralindar (undir debenhams) eftirfarandi daga:


Þriðjudagskvöldið 9. nóvember klukkan 19.30
Þriðjudagskvöldið 16. nóvember klukkan 19.30


Þáttökugjald er 500 krónur og eru hundar af öðrum stórum tegundum velkomnir.
Farið verður yfir atriði sem þarf að hafa í huga þegar hundur er sýndur og er leiðsögnin ýtarleg og persónuleg.
Vinsamlegast komið með viðeigandi sýningartaum, leikfang eða góðgæti sem hundurinn kann að meta sem hægt er að nota til að verðlauna hann.


Við hlökkum til að sjá ykkur!
Stjórn Schäferdeildar HRFÍ


Papillon- & Phalénedeild
Sýningarþjálfun deildarinnar verður haldin í Reiðhöll Gusts í Kópavogi eftirfarandi daga: 

26.10 - kl: 20-21
02.11 - kl: 20-21 
09.11 -
kl: 20-21
16.11 - kl: 17-18
 

Mikilvægt er að fólki taki með sér kúkapoka, sýningartaum, nammi / dót fyrir hundinn og ekki má gleyma góða skapinu.


Smáhundadeild
sýningaþjálfun deildarinnar verður haldin í reiðhöll Andvara í Garðabæ (Kjóavöllum) sem hér segir:


Fimmtudaginn 11. nóvember kl. 19.15 og kl. 20.30.
Miðvikudaginn 17. október kl. 19.15 og kl. 20.30.

Þátttökugjald er 500 krónur og ekki er ætlast til að þátttakendur komi með fleiri en einn hund.

Farið verður yfir helstu atriði sem hafa þarf í huga þegar hundur er sýndur og er þátttakendum skipt í litla hópa þannig að leiðsögnin verði sem persóulegust.

Vinsamlegast komið með sýningataum fyrir hundinn og leikfang eða góðgæti sem hundurinn kann að meta og hægt er að nota til að verðlauna hann.

Þeir sem vilja, geta  komið með fyrri dóma hunda sinna af sýningum, þannig a hægt sé að hafa þá til hliðsjónar í sýningaþjálfuninni.

Við hlökkum til að sjá ykkur!
Stjórn smáhundadeildar HRFÍ.


Svæðafélag norðurlands
Svæðafélag HRFÍ á Norðurlandi mun standa fyrir sýningarþjálfun og fer hún fram í Reiðhöll Léttis:
Sunnudagana 7. og 14. nóvember klukkan 17:00
Þriðjudagana 9. og 16. nóvember klukkan 19:00

Skiptið kostar 500 kr.

24.10.2010 19:43

Heiðin okt 2010




Fór upp í heiði með gengið mitt og tók nokkrar myndir.
Diesel var alveg óhrædd að fara út á ísinn þó hann var að brotna undan henni, bara snilliemoticon

17.10.2010 21:37

Hvolpahittngur C-got


Ice Tindra Captain -Rökkvi, Ice Tindra Crystal -Röskva og Ice Tindra Cruiser

Áttum saman frábæra stund í dag þegar við hittum hvolpana úr
C-gotinu okkar í dag.
Allir svo í fínu formi, kátir og glaðir.
Það var hlaupið og buslað, mikið fjöremoticon
Æðislegt að fá að knúsa þauemoticon og frábært að sjá hvað það er hugsað vel um þauemoticon
Þúsund þakkir öll fyrir daginn
 emoticon

15.10.2010 11:27

Ganga 17 okt 2010

Ganga næstkomandi sunnudag

Ganga verður haldin næstkomandi sunnudag 17. október klukkan 15:00. 
Hist verður við Áslák í Mosfellsbæ og gengið þaðan fallega gönguleið inn í Dal.

Við vonumst til að sem flestir sjái sér fært um að mæta!
Munið endilega eftir kúkapokum:)

05.10.2010 08:29

Dómara á næstu sýningu

Tekið af www.hrfi.is

Alþjóðleg hundasýning í reiðhöllinni Víðidal

Reykjavík 20.-21. nóvember 2010
Skráningarfrestur rennur út föstudaginn 22. október
Dómarar: Andrew H. Brace (Bretland), Birgitta Svarstad (Svíþjóð), Hans Rosenberg (Svíþjóð), Rui Alberto Oliveira (Portúgal), Rodi Hübenthal (Noregur), Wera Hübenthal (Noregur).

04.10.2010 21:41

Skapgerðarmat 03-10-2010



Þeir bræður Bravo og Aragon

Ice Tindra Aragon og Ice Tindra Bravo fóru í skapgerðarmat 3-10-2010 og stóðust þeir það með glæsibrag
emoticon
Matsmaður Sigríður Bílddal

01.10.2010 11:18

Hundasýning 20-21 nóv 2010

Tekið af www.hrfi.is

Alþjóðleg hundasýning Hundaræktarfélags Íslands

20. - 21. nóvember 2010

Alþjóðleg hundasýning Hundaræktarfélags Íslands fer fram helgina 20. - 21. nóvember 2010 í Reiðhöll Fáks í Víðidal í Reykjavík. Skráningafresti lýkur á miðnætti föstudaginn 22. október 2010.

Skráning á sýninguna fer fram í gegnum öruggan vefþjón hér eða á skrifstofu félagsins.
Að auki er hægt að senda skráningu með pósti eða faxi.
Skráningar sem berast með tölvupósti (að undanskildum ungum sýnendum) eða í gegnum síma eru ekki teknar gildar.
Greiða þarf fyrir sýninguna með greiðslukorti eða koma við á skrifstofu félagsins, ekki er tekið við greiðslu í gegnum heimabanka.

Þátttökurétt hafa hundar sem eru með ættbók frá HRFÍ.

  • 1

Schafer

Nafn:

KRISTJANA

Farsími:

790-6868

Um:

Schafer ræktun - Þýskur fjárhundur

Sýningar- Þjálfun kl 21

eftir

16 daga

Schaferdeildarsýning tvöföld 2025

eftir

3 mánuði

6 daga

NKU -Norðurljósasýning HRFÍ 1-2 mars 23 nóv

eftir

2 mánuði

2 daga

Ice Tindra jólaganga kl 13

atburður liðinn í

2 daga

Orivet heilsutest

atburður liðinn í

1 ár

3 mánuði

25 daga

Belcando hundafóður

atburður liðinn í

5 ár

8 mánuði

29 daga

DNA-test

atburður liðinn í

3 ár

9 mánuði

3 daga

Tenglar

Flettingar í dag: 1039
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 1288
Gestir í gær: 67
Samtals flettingar: 1213178
Samtals gestir: 92693
Tölur uppfærðar: 30.12.2024 18:10:43