31.03.2013 14:29

Hundur mánaðarins hjá schaferdeildinni

Tekið af síðu schaferdeildar.

22.03.2013

Hundur mánaðarins

Við ætlum að fara á stað með þá nýbreytni að hafa 1-2 hunda 
sem hund mánaðarins á heimasíðu schaferdeildar Hrfí sem er www.schaferdeildin.is
óskum við eftir þinni þáttöku til að gera vefsíðu okkar allra líflegri.

Til að taka þátt þá svarið þið eftirtöldum spurningum og sendið 1 mynd og hundurinn þinn mun eiga möguleika á að vera hundur mánaðarins.

1. Hvað heitir hundurinn þinn?
2. Hvað er hundurinn gamall?
3. Af hverju valdir þú þér schafer?
4. Eitthvað skemmtilegt sem hefur komið uppá í sambandi við hundinn?

Sendið mynd og svör við spurningum á netfang schaferdeildar, schaferdeild@gmail.com.



29.03.2013 16:12

Gleðilega páska


Gleðilega páska allir.

29.03.2013 16:09

Til sölu


Þessi flotti strákur er til sölu

5.mán snögghærður

Með hvolpinum fylgir:
Ættbók frá HRFÍ,
örmerking og heilsufarsskoðun,
Trygging 1. ár VÍS,
Upplýsingar gefur Kristjana í síma 895-6490


25.03.2013 16:08

Carrier hundafóður

carrier logo

Þetta fóður komið í umboðssölu hjá okkur.

sjá www.bendir.is


11.03.2013 14:11

Aðalfundur Schaferdeildar

tekið af síðu schaferdeildar.

09.03.2013
Aðalfundur Schäferdeildarinnar 14. mars


Aðalfundur Schäferdeildarinnar verður haldinn fimmtudaginn næsta kl. 20 á skrifstofu HRFÍ. Farið verður yfir ársskýrslu stjórnar og kosið í laus sæti. Fjögur sæti eru laus, þrjú til tveggja ára og eitt til eins árs.

Í starfsreglum ræktunardeilda segir meðal annars:

"Stjórn ræktunardeildar skal skipuð fimm félagsmönnum. Einungis þeir sem hafa verið
félagsmenn í HRFÍ í tvö ár geta gefið kost á sér í stjórn ræktunardeildar.

Kosning í stjórn ræktunardeildar fer fram á ársfundi deildarinnar ár hvert. Hver stjórnarmaður er kosinn til tveggja ára í senn. Endurkjör er leyfilegt. Kosningarétt og kjörgengi á ársfundum deilda hafa þeir, sem eru skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild, eru skráðir í deildina og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn. Hjón hafa kosningarétt og kjörgengi hvort heldur þau greiða félagsgjald sem hjón eða í sitthvoru lagi sé annað þeirra skráð fyrir hundi í deildinni."

Sjá nánar um starfsreglurnar hér.

26.02.2013 18:45

Hundasýning 25. feb 2013

Ice Tindar hvolpum gekk frábærlega vel á síðustu sýningu hjá Hundaræktunarfélagi Íslands 25-02-2013

Dómari var Hanne Laine Jensen frá Danmörku, og hún var mjög hörð.


Snögghærður schafer

Hvolpaflokkur 4-6 mán. rakkar
1.sæti Ice Tindra Forest - heiðursverðlaun, annar besti hundur tegundar.
2.sæti Ice Tindra Gizmo - heiðursverðlaun
3.sæti Ice Tindra Gucci
4.sæti Ice Tindra Grizzly

Hvolpaflokkur 4-6 mán. tíkur

2.sæti Ice Tindra Gem

Síðhærður schafer

Hvolpaflokkur 4-6 mán. rakkar
1.sæti Ice Tindra Fenrir - heiðursverðlaun, annar besti hundur tegundar.

Hvolpaflokkur 4-6 mán. tíkur
1.sæti Ice Tindra Frida - heiðursverðlaun, besti hundur tegundar.

Þessir hvolpar komu líka og fengu góða dóma þó þeir fengu ekki sæti.
Ice Tindra Foxy
Ice Tindra Fancy
Ice Tindra Gordjoss



Þúsund þakkir allir sem komu með flottu hvolpana ykkar sem stóðu sig svo vel og þið líka.
emoticon






22.02.2013 21:43

Tík- long coat

SELD
Schafer tík - long coat- 5. mánaða
Til sölu
Ættbók frá HRFÍ,
örmerking og heilsufarsskoðun,
Trygging til 1. árs frá VÍS,

Uppl. Kristjana 895-6490





17.02.2013 20:00

Heiðin 16. feb 2013




Alltaf jafn yndislegt að fara í heiðina með hópinn minn.





16.02.2013 09:47

A-got og C-got Afmæli

Afmæli 16.feb
þessir höfðingjar eiga afmæli í dag og eru 5. ára.
Ice Tindra Aragon og Ice Tindra Akkiles- Zorro



og þau eiga líka afmæli í dag og eru 3. ára.
Yndislegu Ice Tindra Cruiser, Ice Tindra Crystal-Röskva og Ice Tindra Captain- Rökkvi


Óska við þeim og og eigendum til hamingju með daginn.
Erum ekkert smá stolt af þeim öllum.
emoticon  

07.02.2013 10:43

Til sölu schafer rakkar

Eigum eftir 3 schafer hvolpa /rakka.


Fæddir 22-10-2012
Upp. í síma 895-6490
Kristjana



03.02.2013 12:09

D-got 2. ára í dag

emoticon
D-gotið á afmæli í dag :-)
2. ára í dag.
Til hamingju með daginn öll 
Ekkert smá stolt af ykkur öllum og
óska eigendum líka til hamingju með þau.
emoticon

02.02.2013 20:26

B-got 4. ára í dag

emoticon
B-gotið á afmæli í dag :-)
Þau eru 4. ára í dag.
Til hamingju með daginn öll 
Ekkert smá stolt af ykkur öllum og
óska eigendum til hamingju með þau.
emoticon

29.01.2013 22:18

FRESTA UM CA MÁNUÐ Ice Tindra hitting


ATH.

Sæl öll
Búið að ákveða að fresta hittinginum um

ca mánuð þar sem það er frekar leiðinleg spá og svo verður yngra gotið orðið eldra og getu því komið með í göngutúrinn.

Bestu kveðjur Kristjana og Ásgrímur










Ice Tindra hundaeigendur og fjölskyldur.

Við ætlum að hittast og koma saman og eiga góða stund.
2. feb 2013 kl. 13
Staðsetning kemur síðar (fer eftir veðri)
Hlökkum til að hitta ykkur.
emoticon

26.01.2013 19:49

Ótitlað


Seldur
Eigum þennan flotta rakka eftir til sölu.

Ice Tindra Forest


24.01.2013 22:15

Ice Tindra Frida 2. mán

Schafer

Nafn:

KRISTJANA

Farsími:

790-6868

Um:

Schafer ræktun - Þýskur fjárhundur

Sýningar- Þjálfun kl 21

atburður liðinn í

7 daga

Schaferdeildarsýning tvöföld 2025

eftir

2 mánuði

14 daga

NKU -Norðurljósasýning HRFÍ 1-2 mars 23 nóv

eftir

1 mánuð

10 daga

Ice Tindra jólaganga kl 13

atburður liðinn í

25 daga

Orivet heilsutest

atburður liðinn í

1 ár

4 mánuði

17 daga

Belcando hundafóður

atburður liðinn í

5 ár

9 mánuði

21 daga

DNA-test

atburður liðinn í

3 ár

9 mánuði

26 daga

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 5803
Gestir í dag: 704
Flettingar í gær: 1805
Gestir í gær: 147
Samtals flettingar: 1257337
Samtals gestir: 94329
Tölur uppfærðar: 22.1.2025 12:01:06