16.03.2011 16:46

Stórhundadagar Garðheima

Stórhundadagar Garðheima helgina 19.-20. mars 2011

Um næstu helgi verða Stórhundadagar í Garðheimum. Schaferdeildin verður með bás þar eins og fyrri ár og óskum við eftir áhugasömum eigendum og hundum til þess að kynna tegundina. Um er að ræða viðveru í eina til tvær klukkustundir en dagskráin er frá kl 12 - 17 bæði laugardag og sunnudag.

Endilega hafið samband við deildina með því að senda póst schaferdeild@gmail.com ef þið hafið áhuga á að vera með.

11.03.2011 09:51

D-got 5 vikna




Búið að færa hvolpana úr gotkassanum, voru þeir sko ekkert smá ánægðir með þessa breytingu.
Tala ekki um Diesel og Aragon sem geta hjálpað til við að leika og þrífa.
Búin að setja inn nýjar myndir
emoticon
 

10.03.2011 14:01

Skapgerðarmat

Tekið af www.hrfi.is

Fréttir

10.3.2011 11:51:56
Breyting á sérákvæði um meistarareglur fyrir vinnuhunda

Á stjórnarfundi stjórnar Hundaræktarfélags Íslands þann 9. febrúar 2011 var samþykkt að fella niður kröfur um skapgerðamat hjá þeim tegundum þar sem þess er krafist, sem skilyrði til að hljóta titilinn íslenskur meistari, vegna ónógs framboðs af skapgerðamötum.  FCI hefur verið tilkynnt um ákvörðunina og óskað eftir að þeir geri hið sama varðandi titilinn C.I.B. 

Stjórn HRFÍ finnst leiðinlegt að málin séu í þeim farvegi að fella þurfi niður kröfurnar.

Frá og með 1. apríl 2011 fellur niður ákvæði um skapgerðarmat fyrir schäferhunda, vinnuhunda sem tilheyra tegundahópum 1, 2, 3, 4, 5, 6 og vatna- og spanielhundar (Flushing/Water) í tegundahópi 8 (Gildir um hundakyn sem þurfa að skila vinnuprófum skv. Breeds nomenclature lista FCI - stjörnumerktir í Working trials reit, án sviga) sem sérákvæði til að hljóta titilinn íslenskur meistari (ISCh).

07.03.2011 22:14

Fundur

25.02.2011
Ársfundur Schäferdeildarinnar

Ársfundur deildarinnar verður haldinn, fimmtudaginn 10. mars kl. 19.30 á skrifstofu HRFÍ, Síðumúla 15.

Dagskrá:

1.  Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 2010-2011

2.   Kosning til stjórnar (kosið er um 3 sæti)
Ræktunarstjórn er skipuð 5 félagsmönnum, sem kosnir eru til 2ja ára í senn. Nú er kosið um 3 sæti. Kosningarétt og kjörgengi hafa þeir sem eru skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn. Hjón hafa kosningarétt og kjörgengi hvort heldur þau greiða félagsgjald sem hjón eða í sitthvoru lagi sé annað þeirra skráð fyrir hundi í deildinni.

3.  Önnur mál

Fyrir hönd stjórnar,
Dótla Elín

03.03.2011 21:15

D-got 1 mánaða





Bleika skvísan og Diesel


Rauða skvísan og Aragon


Nú eru flottu hvolpaskottin okkar orðin 1 mánaða og farið að færast mikið fjör í bæ. Þau eru komin með tennur bæði uppi og niðri emoticon farin að skríða upp úr gotkassanum, hoppa og skoppa út um allt, bíta í hvort annað.

Var að setja inn nýjar myndir þar sem þau fengu að borða í 1 skipti inn í eldhúsi og var sko fjör.
emoticon 

Sasha fær 2 hjálparhellur að þrífa og leika við krílin, Aragon og Diesel voru sko ekki lengi að nýta sér tækifærið að smakka og skoða hvolpaskottinemoticon

01.03.2011 23:30

D-got 3 vikna 2011

Nú eru krúttin orðin 3 vikna og heldur betur að færast fjör í kassann.
Komnar nýjar myndir











17.02.2011 12:17

D-got 2 vikna




Flottu hvolparnir eru 2 vikna, gengur mjög vel með þá.
Allir búnir að opna augun og farnir að labba 1-3 skref.
Nýjar myndir
emoticon  

16.02.2011 22:00

A-got 3 ára og C-got 1 árs


A-got og C-got
Óskum öllum hundum og eigendum þeirra
til hamingju með 3 ára og 1 árs
afmælið í dag 16 feb 2011
emoticon 





A-got 3 ára 16. feb 2011
 Ice Tindra Aragon og Ice Tindra Akkiles




C-got 1 árs 16. feb 2011
Ice Tindra Cruiser, Ice Tindra Crystal og Ice Tindra Chaptin

16.02.2011 14:40

Sýningarþjálfun nýtt




Tekið af
www.hrfi.is

Ný staðsetning á sýningarþjálfun
Sjá link
http://www.hrfi.is/Default.asp?page=300

15.02.2011 09:00

D-got nöfn


Nú eru flottu krílin komin með nöfn
 
Ice Tindra Dreamer
Ice Tindra Daizy
Ice Tindra Dixi
Ice Tindra Diesel
Ice Tindra Dancer

Nýjar myndir fljótlega
emoticon 

10.02.2011 22:10

Viku gamlir hvolpar


D-got
Allt gengur vel, allir búnir að ná fæðingarþyngd og miklu meira til emoticon




10.02.2011 22:00

Sýningarþjálfun frestuð

Óveður

ATH. Sýningarþjálfun frestað í kvöld vegna veðurs.
Í staðinn verður sýningarþjálfun á laugardaginn 12 feb á sama stað. Minni hundar kl 13:00 stærri kl 14:00.

 

10.02.2011 10:11

Sýningarþjálfun í Kópavogi

08.02.2011
Sýningarþjálfanirnar fara á fullt!

Sýningarþjálfun Schäferdeildar fyrir Schäfer hunda
í kvöld

 - Fimmtudaginn 10. febrúar: Sýningarþjálfun í bílastæðahúsi Smáralindar klukkan 21.00
 - Fimmtudaginn 17. febrúar: Sýningarþjálfun í bílastæðahúsi Smáralindar klukkan 21.00
 - Fimmtudaginn 24. febrúar: Sýningarþjálfun í bílastæðahúsi Smáralindar klukkan 21:00

 
Þjálfunin kostar 500 krónur og stendur hún yfir í um það bil klukkustund.

Allur ágóði af sýningarþjálfuninni rennur til deildarinnar.
Við bendum á að það er nauðsynlegt fyrir alla hunda og eigendur að koma á sýningarþjálfun. Þjálfunin er mikilvægur þáttur að umhverfisþjálfun fyrir hundinn og auðvitað æfing fyrir bæði eiganda og hundinn fyrir sýningardaginn!

Við biðjum þátttakendur um að taka með sér kúkapoka, dót og/eða nammi, sýningartaum og ekki gleyma góða skapinu.
Hægt er að hafa samband við deildina ef vantar ráðleggingar varðandi hentugar sýningarkeðjur og/eða tauma: 
schaferdeild@gmail.com

Hlökkum til að sjá ykkur, 
Stjórn Schäferdeildar

10.02.2011 10:08

Sýningarþjálfun í Keflavík

Sýningarþjálfun í Keflavík fyrir febrúar sýningu Hrfí.

Dagana 10 febrúar,17 febrúar og 24 febrúar í húsi Bílaverkstæði Þóris,Hafnarbraut 12, Njarðvík. (Þetta er nýviðbygging við verkstæðið sem er ekki búið að taka í notkun og eru því hrein og fín gólf) Gengið er inn bakatil.
 í kvöld
10 febrúar
Minni hundar kl 20  - Stærri hundar kl 21.

17 febrúar
Minni hundar kl 20  - Stærri hundar kl 21.

24 febrúar
Minni hundar kl 20  - Stærri hundar kl 21.

Mikilvægt er að fólki taki með sér kúkapoka, sýningartaum, nammi / dót fyrir hundinn og ekki má gleyma góða skapinu.

Skiptið kostar 500 kr

Bestu kv Þórdís

08.02.2011 23:32

Nýjar myndir

Nýjar myndir af litlu krúttunum í myndaalbúmi
emoticon 

Schafer

Nafn:

KRISTJANA

Farsími:

790-6868

Um:

Schafer ræktun - Þýskur fjárhundur

Sýningar- Þjálfun kl 21

atburður liðinn í

7 daga

Schaferdeildarsýning tvöföld 2025

eftir

2 mánuði

14 daga

NKU -Norðurljósasýning HRFÍ 1-2 mars 23 nóv

eftir

1 mánuð

10 daga

Ice Tindra jólaganga kl 13

atburður liðinn í

25 daga

Orivet heilsutest

atburður liðinn í

1 ár

4 mánuði

17 daga

Belcando hundafóður

atburður liðinn í

5 ár

9 mánuði

21 daga

DNA-test

atburður liðinn í

3 ár

9 mánuði

26 daga

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 5803
Gestir í dag: 704
Flettingar í gær: 1805
Gestir í gær: 147
Samtals flettingar: 1257337
Samtals gestir: 94329
Tölur uppfærðar: 22.1.2025 12:01:06