13.05.2010 16:43Schafer ganga 16 maíGanga klukkan 13:00 og sýningarþjálfun klukkan 14.30 næstkomandi sunnudag, 16. mai!
Sunnudaginn 16. mai næstkomandi ætlar Schäferdeildin að standa fyrir göngu og sýningarþjálfun.
Lagt verður af stað í gönguna klukkan 13.00 frá Morgunblaðshúsinu og gengið í nágreni Rauðavatns en þó ekki sömu leið og síðast enda bíður staðurinn upp á fjölbreyttar og skemmtilegar gönguleiðir.
Við reiknum með að klára gönguna um klukkan 14.00 og þá geta þeir sem ætla að verða áfram til þess að fara í sýningarþjálfun sest niður og borðað nesti saman eða farið og komið svo aftur.
Klukkan 14.30 ætlum við að hafa sýningarþjálfun á bílastæðinu við Morgunblaðshúsið.
Það styttist óðum í sýninguna og skiptir þar máli að vera vel æfður:)
Þar sem deildin er að safna fyrir glæsilegum kynningarbæklingi um Schäfer sem við vonumst til að verði tilbúinn fyrir næstu sýning þá kostar sýningarþjálfunin 500 krónur á hund.
Við vonumst til að sjá sem flesta og ekki gleyma að taka með kúkapoka, ólar, tauma og auðvitað góða skapið!
Við vekjum athygli á að gangan og sýningarþjálfunin eru aðskilin, allir eru velkomnir í gönguna þó svo þeir ætli ekki í sýningarþjálfunina og öfugt!
Ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að hafa samband :)
Með bestu kveðju,
fyrir hönd stjórnar,
Anna Francesca Skrifað af KGB 09.05.2010 16:10Sporanámskeið 9 maí
Skrifað af KGB 03.05.2010 23:17Sýningaþjálfun fyrir 5-6 júni sýningu
Sunnudagurinn 30. maí kl 16:00-20:00 Að venju kostar hvert skipti kr. 500.-og rennur sá peningur óskiptur til þess að styrkja keppendur Unglingadeildarinnar erlendis. En Unglingadeildin með dyggri aðstoð HRFÍ, Pedigree og Royal Canin senda fulltrúa á helstu sýningar erlendis. Sá ungi sýnandi sem er stigahæstur eftir árið í eldri flokk keppir á Crufts. Annar stigahæsti ungi sýnandinn í eldri flokk keppir á Heimssýningunni og þriðji stigahæsti ungisýnandinn keppir á Evrópusýningunni. Síðan fer lið skipað fjórum stigahæstu ungu sýnendunum á Norðurlandakeppni ungra sýnenda. Einnig er mikilvægt að fólki taki með sér kúkapoka, sýningartaum og nammi eða dót fyrir hundinn. Hlökkum til að sjá ykkur! Skrifað af KGB 25.04.2010 21:20Nýjar ræktunarreglurSamþykkt af stjórn HRFÍ 14 apríl 2010 Til stjórnar HRFÍ Stjórn Schäferdeildarinnar óskar eftir breytingum á reglugerð um skráningu í ættbók. Breytingarnar eiga að taka gildi 1. júní 2010. Stjórnin óskar eftir að eftirfarandi breyting verði gerð: Mjaðma- og olnbogamyndir: Undaneldisdýr skulu mynduð og niðurstaða kunn fyrir pörun. Greinist hundur með mjaðma- og/eða olnbogalos D eða E verða afkvæmi hans ekki skráð í ættbók. (Gildir frá 01.09.2010). Samþykkt en taka í gildi 01.09.2010 og stjórn deildarinnar þarf að kynna breytingarnar vel og auglýsa á vefsíðu deilarinnar. Sérreglur fyrir schäferhunda verða þá eftirfarandi: Mjaðma- og olnbogamyndir: Undaneldisdýr skulu mynduð og niðurstaða kunn fyrir pörun. (Fyrir mjaðmamyndir gildir frá 01.11.1999 og olnbogamyndir frá 01.09. 2010). Greinist hundur með mjaðma- og/eða olnbogalos D eða E verða afkvæmi hans ekki skráð í ættbók. (Gildir frá 01.09.2010) Skrifað af KGB 13.04.2010 22:51Schafer hvolpar 8 viknaC-got schafer hvolpar Skrifað af KGB 01.04.2010 22:22Schafer hvolpar 6 vikna
Skrifað af KGB 30.03.2010 16:08Páskaganga SchaferdeildarFrá SchaferdeildinniPáskaganga Schäfer deildarinnar Næstkomandi laugardag, 3 apríl ætlum við að gera okkur glaðan dag og ganga saman í umhverfi Rauðavatns. Lagt verður af stað frá Morgunblaðshúsinu klukkan 13.00 og allir eru velkomnir. Minnum ykkur á að taka kúkapoka með og auðvitað ólar á hundana. Kveðja Stjórnin Skrifað af KGB 24.03.2010 13:00Fyrirlestur um hunda til styrktar Dýrahjálpar ÍslandsTekið af www.hrfi.is Fréttir 24.3.2010 10:35:17 Fyrirlestur um hunda til styrktar Dýrahjálpar Íslands Þriðjudagskvöldið 30.mars munu dýralæknarnir Freyja Kristinsdóttir og Sif Traustadóttir halda fyrirlestur um hundaþjálfun og hundaatferli. Freyja Kristinsdóttir, dýralæknir og hundaþjálfari, mun fjalla um mismunandi aðferðir í hundaþjálfun, þar á meðal klikkerþjálfun. Sif Trausadóttir, dýralæknir og dýraatferlisfræðingur, mun fjalla um atferlisvandamál hjá hundum. Fyrirlesturinn verður haldinn klukkan 20:00, þann 30.mars í Icepharma, Lynghálsi 13, 110 Reykjavík (gengið er inn um aðalinngang). Fyrirlestrinum er lokið um kl. 21:30 og verður þá tími til að svara spurningum. Aðgangseyrir er 1000 kr (ath. eingöngu tekið við staðgreiðslu, þ.e. engin kort) og rennur ágóðinn til styrktar Dýrahjálpar Íslands. Skrifað af KGB 16.03.2010 21:25Schafer hvolpar 1 mánaða1 mánaða í dag, já þetta er sko fljótt að líða. Skrifað af KGB 09.03.2010 22:15Schafer hvolpar 3 viknaNú eru þau orðin 3 vikna búið að vera mikil breyting á þeim á 1 viku og öll mjög spræk. Eru að fá tennur bæði í efri og neðri góm. Koma með dinglandi skott þegar maður tala við þau og labba út um allt. Skrifað af KGB 07.03.2010 09:21Aðalfundur Vinnuhundadeildar 13 mars 2010 Tekið af http://www.vinnuhundadeild.is/fre4.php Aðalfundur Vinnuhundadeildar verður haldinn í húsnæði HRFÍ Síðumúla laugardaginn 13. mars kl 16. Dagskrá: 1 Skýrsla stjórnar 2.Dagskrá 2010 3 Kosning í stjórn
Óskað er eftir tveim framboðum í stjórn deildarinnar til tveggja ára. Þeir sem hafa verið félagsmenn í HRFÍ í tvö ár geta gefið kost á sér í stjórn. Kosningarétt og kjörgengi á ársfundum hafa þeir, sem eru skráðir í deildina og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn, og sem tekið hafa þátt í vinnuprófum HRFÍ eða félagi viðurkenndu af HRFÍ. Stjórnin. Skrifað af KGB 26.02.2010 15:14Aðalfundur SchaferdeildarinnarVerður haldinn fimmtudaginn 18.03.2010. kl 20 í húsnæði HRFÍ Síðumúla 15.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf
Þeir sem hafa áhuga að bjóða sig fram til stjórnarsetu vinsamlega sendið póst á thboga@simnet.is
Kveðja
Stjórnin Skrifað af KGB 25.02.2010 21:2210 dag gamlirNú eru krílin orðin 10 daga gömul og stækka og stækka. Skríða um allt og myndast við að reyna að labba eitt og eitt skref. Svo fara þau að opna augun bráðum. Skrifað af KGB 16.02.2010 20:52Sasha C-got 16-02-2010Sasha búin að gjóta, það kom 2 rakkar og 1 tík. Skrifað af KGB |
Schafer Nafn: KRISTJANAFarsími: 790-6868Tölvupóstfang: schafer68@simnet.isUm: Schafer ræktun - Þýskur fjárhundurTenglar
Eldra efni
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is