14.02.2010 13:29

Sasha

Nú fer að styttast í það að Sasha gjóti, allir að verða mjög spenntir.
Fékk þessa flottu mynd af henni frá Anítu.

 

Setjum inn fréttir leið og eitthvað fer að gerast.
emoticon 

08.02.2010 22:58

Hittingur feb 2010



Ice Tindra Bentley - Póló

Ice Tindra Aragon / Ice Tindra Bravo/ Sasha /Ice Tindra Bart -Úlfur

Það var mikið fjör hjá okkur um helgina, þegar þessi fríði hópur af hundum og mönnum mætti á svæðið.
Æðislegt að fá ykkur öll í heimsókn. Og vil þakka þeim sem komu, en því miður komust ekki allir, þau koma bara næst.
 Farið var í gegnum sporavinnu, öllum fannst þetta spennandi að fara að læra það. Voru hundarnir rosa duglegir þegar var prófað með hvern hund og fengu þeir að leita af eigendum sínum. Allir ætla að fara í það að fá sér sporabeisli og línu.
Sumir fengu bað og blástur og voru þeir voða duglegir.
Enn og aftur þúsund þakkir fyrir daginn, hlakka til að hitta ykkur næst.

Kv. Kristjana og co
emoticon 

02.02.2010 16:24

1 árs afmæli B-got


emoticon emoticon emoticon emoticon emoticon
Til hamingju með 1 árs afmælið, þau eru 1 árs í dag
Skuggi, Úlfur, Bravo, Póló og Hera.
emoticon

28.01.2010 20:05

Ganga hjá Schafer deild

Tekið af http://www.123.is/schafer

28.1.2010

Göngugarpar

Jæja þá er komið að fyrstu göngu 2010 hjá göngugörpum. Gangan verður kl 1400 á Sunnudaginn 31 janúar.

Ætlum við að hittast hjá MBL húsinu hjá Rauðavatni ( sjá meðfylgjandi kort ) Og ganga eitthvað þaðan í austurátt.

Þetta verður ca. 1 klukkustund. Og spáin er góð.

Fyrstu min. verða allir í taum svo sleppum við hópnum lausum.

Ef einhver hefur verið leiðinlegur þá hefur hann verið settur í taum.

Og jafnvel síðan síðar leyft að fá að losna gegn loforði um góða hegðun J

Þetta fyrirkomulag hefur reynst afar vel.



Allir eru velkomnir með hunda eða hundlausir og ég minni ykkur á að tegund hunda skiptir ekki máli. Munið eftir skítapokum.

Þið getið sent mér línu á netfangið schafer@simnet.is eða hringt í síma 897 5255 ef ykkur vantar frekari upplýsingar.



Kveðja, Steinar Smári og Hector.

27.01.2010 13:20

Hlýðniæfingar


Tekið af:
http://www.vinnuhundadeild.is/fre4.php

23.jan.
Hlýðniæfingar fyrir hunda (og eigendur þeirra)

Á vegum Vinnuhundadeildar er fyrirhugað að bjóða upp á hlýðniæfingar fyrir hunda og eigendur þeirra öll mánudagskvöld kl 20.   Enginn þjálfari verður á staðnum en ávallt mun verða fulltrúi frá Vinnuhundadeild sem stýrir  æfingunni. Gert er ráð fyrir að þátttakendur styðji hvern annan, æfi í hópum og sem einstaklingar. Sérstaklega verða teknar æfingar fyrir hlýðnipróf deildarinnar.

Æfingarnar verða á bílaplani við Bifreiðaskoðun Frumherja upp á Höfða - Járnhálsi, hægt er að fara inn í bílageymslu við Lyngháls ef veður er vont

Hlökkum til að sjá sem flesta


Stjórnin.

24.01.2010 13:02

Sýningarþjálfun f/næstu sýningu 27-28 feb 2010

Tekið af www.hrfi.is
Sýningarþjálfun


Upplýsingar um allar sýningarþjálfanir er að finna hér að neðan
Sýningaþjálfun á vegum Unglingadeildar HRFÍ fyrir vorsýningu HRFÍ hefst Sunnudaginn 24. janúar í reiðhöllinni Víðidal.


Sunnudagurinn 24. janúar kl 16:00 - 18.00
16:00 - 17:00 Ungir sýnendur
17:00 - 18:00 Almennir sýnendur

Sunnudagurinn 31. janúar kl 16:00 - 18:00
16:00 - 17:00 Ungir sýnendur
17:00 - 18:00 Almennir sýnendur

Sunnudagurinn 7. febrúar kl 16:00 - 20:00
16:00 - 17:00 Ungir sýnendur
17:00 - 18:00 Almennir sýnendur ,tegundahópar 1,2,6
18:00 - 19:00 Almennir sýnendur ,tegundahópar 5,9,3,4
19:00 - 20:00 Almennir sýnendur ,tegundahópar 7,8,10

Sunnudagurinn 14.febrúar ATH
Auglýst síðar!!!!!!!!!!

Sunnudagurinn 21. febrúar kl 16:00 - 20:00
16:00 - 17:00 Ungir sýnendur
17:00 - 18:00 Almennir sýnendur ,tegundahópar 1,2,6
18:00 - 19:00 Almennir sýnendur ,tegundahópar 5,9,3,4
19:00 - 20:00 Almennir sýnendur ,tegundahópar 7,8,10

Að venju kostar hvert skipti kr. 500.-og rennur sá peningur óskiptur til þess að styrkja keppendur Unglingadeildarinnar erlendis. En Unglingadeildin með dyggri aðstoð HRFÍ, Pedigree og Royal Canin senda fulltrúa á helstu sýningar erlendis.
Sá ungi sýnandi sem er stigahæstur eftir árið í eldri flokk keppir á Crufts. Annar stigahæsti ungi sýnandinn í eldri flokk keppir á Heimssýningunni og þriðji stigahæsti ungisýnandinn keppir á Evrópusýningunni. Síðan fer lið skipað fjórum stigahæstu ungu sýnendunum á Norðurlandakeppni ungra sýnenda.

Athugið að mikilvægt er að mætt sé á réttum tíma á æfingarnar svo þær geti byrjað á tilsettum tíma.
Einnig er mikilvægt að fólki taki með sér kúkapoka, sýningartaum og nammi eða dót fyrir hundinn.

Hlökkum til að sjá ykkur.

23.01.2010 11:51

Væntanlegt got feb 2010

Væntanlegt got

Búið að para Söshu og Kolgrímu Blade Hólm (Fowler).
Hvolparnir mun fæðast í kringum 15 feb. 2010




Sasha


Fowler 
Hann er komin með 1 ísl meistarastig.

emoticon 

Kv. Kristjana

08.01.2010 19:00

Fyrirlestur um atferli hunda

Tekið af H.R.F.Í síðunni www.hrfi.is

8.1.2010 12:01:31
Fyrirlestur um atferli hunda með áherslu á hegðunargalla.


Laugardaginn 6. febrúar, kl. 13:00 í húsnæði H.R.F.Í., Síðumúla 15, mun Björn S. Árnason atferlisfræðingur halda fyrirlestur um atferli hunda með áherslu á hegðunargalla. Fyrirlesturinn mun standa í ca. klukkutíma og að honum loknum mun Björn svara spurningum úr sal.
Inngangseyrir er Kr. 1.000.- og mun ágóði af fyrirlestrinum renna til Dýrahjálp Íslands.

18.12.2009 23:12

AD niðurstaða Aragon

Aragon
Loksins loksins búin að fá niðurstöðum úr myndatöku sem Aragon fór í ágúst.
Hann er með A olboga, bara frábært
.emoticon
Og svo er hann líka með A mjaðmir.
A -HD og A -AD



04.12.2009 17:22

Jólaganga Schaferdeildarinnar

Tekið af Schaferdeildarsíðunni 

Jólaganga Schaferdeildarinnar

Flokkur: Fréttir - Vefstjóri Schäferdeildarinnar @ 16.57

Hin árlega jólaganga Schaferdeildarinnar fer fram n.k. mánudagskvöld, 7. desember. Mæting er við Hafnafjarðarkirkju klukkan 20:00 og munum við fara í ca. klukkustundar gönguferð með hundana í taum. Að því búnu fáum okkur svo eitthvað heitt í kroppinn á Fjörukránni. Vonumst til að sjá sem flesta.

28.11.2009 19:40

Sporapróf 1 og 2 28 nóv 2009

Sporapróf 1 og 2    28 nóv 2009

Vil þakka og óska öllum til hamingju með daginn,
 kaldur en góður dagur. Kom sér vel að vera með heitt kakóemoticon

Aragon fór í Spor 1 próf í dag og fékk 80 stig, mjög stolt af honumemoticon 
Núna er stefnan á Spor 2, byrja að æfa fyrir þaðemoticon

Það tóku 9 hunda þátt í Spor 1 og 6 hundar náðu. Svo voru 3 hundar sem tóku Spor 2 og 2 hundar náðu.

Spor 1

100 stig Goði og Gunnar
92 stig Blaze og Sirrý
84 stig Braga og Sigga
80 stig Aragon og Kristjana
78 stig Ronja og Ingibjörg
78 stig Ugla og Dagbjört
0 stig Embla og Brynhildur
0 stig Jasper og Súsana
0 stig Queen og Anna Francesca
***************************************************

Spor 2

96 stig Pippý og Þórhildur
85 stig Erró og Friðrik
0 stig Óla og Þórhildur
******************************************************

Sjáumst hress
emoticon 

25.11.2009 09:20

Schafer/ganga og æfingar

Ganga í Straumsvík á næsta laugardag 28-11-2009
sjá link


http://schaferdeildin.blogg.is/flokkur/frettir/



emoticon 

21.11.2009 15:58

Hlýðni Bronspróf 21 nóv 2009

Flottur dagur hjá okkur Aragon í dagemoticon
Fórum í Bronspróf og fengum 156,5 stig.
Mættu 6 hundar í prófið í dag og 4 náðu prófinu en hinir ekki, kemur bara næstemoticon

1. sæti Blaze fékk 172 stig.
 2. sæti Aragon fékk 156,5 stig.
3. sæti Úri fékk 149 stig.
Allt Schaferemoticon
Til hamingju með skvísuna Sirrý mín,
þið voru rosalega flottaremoticon

Aragon er 3 stiga hæsti Schafer hundur á árinu í Bronsprófi, aðeins 21 mánaðaemoticon




Vil óska öllum til hamingju með daginn í dag og takk fyrir daginn, hittum fullt af hressu og skemmtilegu fólki.
Sjáumst hress næstu helgi
emoticon  

08.11.2009 18:53

Mjaðmalos



emoticon 
Hér er hægt að lesa um mjaðmalos.

http://schafer.123.is/page/27123/





03.11.2009 08:49

Æfingahelgi 31 okt til 1 nóv 2009

Fórum í æfingaferð helgina 31 okt og 1 nóv 2009 með fullt af frábærum konumemoticon sem Þórhildur í Hundalíf sá um að skipuleggja sem var rosaleg flott, enda ekki við öðru að búast af Þórhildur það sem hún tekur sér fyrir henduremoticon , hún klikkar sko ekki. www.hundalif.is 

 Tók einhverjar myndir sem eru komnar inn í myndaalbúm en myndavélin var eitthvað að stríða mér þannig að ég hætti að taka myndir þar sem þær voru svo dökkar en náði að laga þær sem ég tók, tek fleiri í næstu æfingaferðemoticon 

 Hlakka sko til að hitta ykkur allar í næstu æfingaferð
emoticon 

Schafer

Nafn:

KRISTJANA

Farsími:

790-6868

Um:

Schafer ræktun - Þýskur fjárhundur

Sýningar- Þjálfun kl 21

atburður liðinn í

7 daga

Schaferdeildarsýning tvöföld 2025

eftir

2 mánuði

14 daga

NKU -Norðurljósasýning HRFÍ 1-2 mars 23 nóv

eftir

1 mánuð

10 daga

Ice Tindra jólaganga kl 13

atburður liðinn í

25 daga

Orivet heilsutest

atburður liðinn í

1 ár

4 mánuði

17 daga

Belcando hundafóður

atburður liðinn í

5 ár

9 mánuði

21 daga

DNA-test

atburður liðinn í

3 ár

9 mánuði

26 daga

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 5636
Gestir í dag: 694
Flettingar í gær: 1805
Gestir í gær: 147
Samtals flettingar: 1257170
Samtals gestir: 94319
Tölur uppfærðar: 22.1.2025 11:40:01