12.02.2009 12:09

Heimsókn og nýjar myndir

Búin að setja inn nýjar myndiremoticon
emoticon

Hérna er hún Salóme sæta skvísa að knúsa Bentley. 

Þessar elskur stækka og stækka, Bentley sem er þyngstur er orðin 1225 gr. í gær, hann ætlar að vera stór eins og pabbi sinn Rambóemoticon

10.02.2009 21:33

Schafer hvolpar

Takk fyrir allar kveðjurnar í gestabókina emoticon mjög gaman að fá þær.
Allt gengur vel með hvolpaskottin öll komin yfir 1 kg aðeins 8 daga gamlir, þannig að það er ljóst að Sasha er að mjólka vel. Maður getur endalaust horftemoticon  á þá. Gaman að fylgjast með þeim þegar þeir eru að drekka og brölta um í gotkassanum. Bara flott. Aragon stóri bróðir er mjög spenntur fyrir litlu systkynum sínum og myndi fara upp í gotkassann ef Sasha myndi leyfa honum en þar setur hún mörkin. Þegar krílin er sett í stóran pappakassa (þegar verið er að skipta um í gotkassanum) þá er hann alveg tilbúin að sleikja og þrífa þá og er voða duglegur við það. Og hvolparnir fá blautan þvott. Notar sko hvert tækifæri sem gefst og Sasha er alveg sátt við það en ekki þegar hann er að teygja sig oní gotkassanemoticon  þetta er sko minn staður. Set inn nýjar myndir á morgunemoticon 
 

07.02.2009 18:07

Búin að bæta inn á síðuna upplýsingum

Jæja loksins búin að setja inn fleiri upplýsingar á síðuna hjá mér. Af hvolpunum er allt gott að frétta þau stækka og stækka. Þegar þau voru mæld í gær var Ice Tindru Bentley orðin þyngstur 918 gr. og á eftir honum kemur hún Ice Tindra Blues 882 gr. hún gefur strákunum ekkert eftir. Það er greinilegt að hún Sasha er sko að mjólka vel fyrir þau.emoticon

 

06.02.2009 23:40

schafer hvolpar 4 daga gamlir.

Schafer hvolpar 4 daga gamliremoticon
Allt gengur vel með schafer hvolpana, þeir stækka og stækka. Klipptum neglur í gær svo er nefið orðið svart en þeir fæðast með bleikt nef. Sasha farin að koma aðeins meira fram annars er hún búin að liggja nánast 24 tíma hjá hvolpunum, rétt farið út að pissa og fá sér að borða. Búin að setja inn nýjar myndir og líka myndbandemoticon góða skemmtunemoticon
Baron =gult
Blues =rautt
Bart  =blátt
Bravo=grænt
Bentley=svart
  

05.02.2009 00:15

Sýningarþjálfu í Keflavík

Sýningarþjálfun í Keflavík

Sýningarþjálfun fyrir vorsýninguna verður í gömlu reiðhöllinni (bláu) við Mánagrund á eftirfarandi tímum:

Þriðjudagur 10. febrúar kl. 19 - Allir hundar
Þriðjudagur 17. febrúar kl. 19 - litlir hundar, kl. 20 - stórir hundar
Þriðjudagur 24. febrúar kl. 19 - litlir hundar,  kl. 20 - stórir hundar

Hver tími kostar kr. 500.


Sigríður Bílddal
Þórdís María Hafsteinsdóttir

05.02.2009 00:10

Sýningarþjálfun

Breytt Breytt

Upplýsingar um allar sýningarþjálfanir er að finna hér að neðan

Frá Unglingadeild.

Nú er farið að styttast í sýninguna helgina 28.febrúar - 1.mars og eins og áður verða síðustu þrjár sýningaþjálfanirnar hjá unglingadeildinni í reiðhöll Fáks í Víðidal næstu sunnudaga fram að sýningu. Það er mikilvægt að þeir sem taka þátt í sýningaþjálfununum mæti á réttum tíma.

Sunnudagarnir sem um ræðir eru sunnudagarnir 8. febrúar, 15. febrúar og 22. febrúar.
kl. 17 - 18 Ungir sýnendur
kl. 18 - 19 Tegundahópar 1, 2 og 8
kl. 19 - 20 Tegundahópar 3, 4, 6 og 9
kl. 20 - 21 Tegundahópar 5, 7 og 10

Að venju kostar hvert skipti 500kr og rennur sá peningur óskiptur til þess að styrkja keppendur Unglingadeildarinnar erlendis. En Unglingadeildin með dyggri aðstoð HRFÍ, Dýrheima og SS sendir fulltrúa á helstu sýningar erlendis. Sá ungi sýnandi sem er stigahæstur eftir árið í eldri flokk keppir á Crufts. Annar stigahæsti ungi sýnandinn í eldri flokk keppir á Heimssýningunni og þriðji stigahæsti ungisýnandinn keppir á Evrópusýningunni. Síðan fer fjögurramanna lið skipað fjórum stigahæstu ungu sýnendunum úr eldri flokk á Norðurlandakeppni ungra sýnenda.

Mikilvægt er að hafa meðferðis sýningartaum, kúkapoka og nammi eða dót fyrir hundinn.

Með vonum að sjá sem flesta,
Stjórn Unglingdeildar

04.02.2009 23:07

Schafer Hvolpar 1 og 2 daga gamlir

 Allt gengur vel með hvolpaskottin þau þyngjast og stækka.
Búið að gefa þeim nöfn og þau heita.
Ice Tindra Baron
Ice Tindra Blues
Ice Tindra Bravo
Ice Tindra Bart
Ice Tindra Bentley

Aragon er alveg heillaður emoticon að systkynum sínum, vill helst fara með mömmu sinni í gotkassann og hjálpa til við að þrífa þá og passa.
Sasha er ótrúlega góð við hann að leyfa honum að koma svona nálægt kassanum.emoticon
Búin að setja inn nýjar myndir. emoticon

Baron að kúra hjá mömmu sinni.


Aragon að hjálpa til við að þrífa Bart.

02.02.2009 21:10

Schafer hvolpar nýfæddir

Hér koma myndir af schafer hvolpum hennar Söshu og Rambó.
Þau eru ótrúlega spræk og ekki vandi að setja þá á spena, bara leið og nefið snerti spenann þá var hann gripinn og sogin. Mikill kraftur í þessu litlu krílum. Líka búin að setja inn nýtt albúmemoticon


02.02.2009 09:44

Hvolpar

Loksins loksins emoticon
Það komu 4 rakkar og 1 tík í heiminn í nótt. Öll um 600 gr og yfir, rosalega dugleg að drekka. Líður öllum vel og Söshu líka sem stóð eins og hetja í þessu öllu. Set inn myndir seinnaemoticon

31.01.2009 22:11

Schafer hvolpar

Schafer hvolparnir hennar Söshu ekki en komnir.emoticon

31.01.2009 10:12

Got

Góðan daginn
Sasha er sko að láta bíða eftir sér emoticon , bumban stækkar og stækkaremoticon . Allt í fullu fjöri hjá hvolpunum, gaman að sjá og finna fullt af hreyfingum.emoticon Biðjum að heilsa í bili emoticon

30.01.2009 07:40

Got

Góðan daginn já hún Sasha er sko að láta bíða eftir sér. Allt rólegt í nótt.

28.01.2009 23:30

Sasha

Sasha mín lætur bíða eftir sér. Henni líður bara vel, fórum í göngutúra í dag. Aragon skilur ekkert í þessari leti í Söshu að hún vilji ekki leika við sig, ekki ánægður með þetta.  Sasha er farin að minnka að borða þannig að þetta hlýtur að fara að koma bráðleg. emoticon 

27.01.2009 23:18

Sasha hvolpafull

Sasha fitnar og fitnar. Henni líður mjög vel er hin kátasta og er dugleg að borða. Það eru komnar fullt af hreyfingum hjá hvolpunum. Þegar Sasha liggur á hliðinni þá sér maður magann ganga til og frá. Mikið fjör þarna inni. emoticon  Öllum farið að hlakka til að sjá krílin koma í heiminn, en það fer að koma að því á næstu dögum emoticon

24.01.2009 00:44

Sýningarþjálfun hjá Schaferdeild

Tekið að síðunni hjá Schaferdeild


Schafer deildin hefur ákveðið  að hafa sýningarþjálfun. 
  
Þjálfunin fer fram í Reiðhöll Sigurbjörns í C- tröð Víðidal, á Laugardögum milli  16:00 og 17:00 og kostar 500 kr hvert skipti.  Þetta er fínt til að umhverfisvenja hundana og venja þá við hestalyktina.

Munið eftir nammi og skítapokum.


kveðja
Stjórnin

Schafer

Nafn:

KRISTJANA

Farsími:

790-6868

Um:

Schafer ræktun - Þýskur fjárhundur

Sýningar- Þjálfun kl 21

eftir

1 dag

Ice Tindra ganga kl 19

eftir

8 daga

NKU -Alþjóðlegsýning HRFÍ 21- 22 júní

eftir

1 mánuð

22 daga

NKU og Alþjóðlegsýning HRFÍ 16 og 17 ágúst

eftir

3 mánuði

17 daga

Orivet heilsutest

atburður liðinn í

1 ár

7 mánuði

24 daga

Belcando hundafóður

atburður liðinn í

6 ár

28 daga

DNA-test

atburður liðinn í

4 ár

1 mánuð

2 daga

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 3348
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 5978
Gestir í gær: 45
Samtals flettingar: 1483035
Samtals gestir: 101598
Tölur uppfærðar: 29.4.2025 10:45:41