Færslur: 2011 Mars

24.03.2011 14:16

D-got 7 vikna



Nú eru þessi flottu og duglegu hvolpar ornir 7 vikna,
vá hvað þetta er fljótt að líða.
Og margir bíða spenntir eftir að fá þau til að knúsa og smakka á þeim
emoticon 

22.03.2011 16:16

Meiri snjór :-)







Fleiri myndir
emoticon 

22.03.2011 15:32

Schaferdeildarganga

Deildarganga

Næstkomandi sunnudag, 27. mars, verður farið í göngutúr um Nauthólsvík og Öskjuhlíð. Þetta verður sirka klukkutíma göngutúr og ætlum við að hittast á bílaplaninu hjá Nauthól klukkan 14 (sama stæði og er fyrir ylströndina). Eftir gönguna ætlum við að setjast niður inn á Nauthól og fá okkur kaffisopa og spjalla saman þar sem það vakti mikla lukku í síðasta göngutúr. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Kveðja,
stjórn Schäferdeildarinnar
 

21.03.2011 16:20

Hlýðni 1 próf Schaferdeildarinnar

21.3.2011 15:53:44
Hlýðni 1 próf Schäferdeildarinnar


Hlýðni 1 próf Schäferdeildarinnar
 
Þann 16. apríl næstkomandi verður haldið Hlýðni 1 próf Schäferdeildarinnar.
 
Prófið er opið öllum tegundum hunda og fer skráning fram á skrifstofu Hundaræktarfélags Íslands.
 
Síðasti skráningardagur er 1.apríl og verður greiðsla að fylgja skráningu.
 
Prófið verður haldið á höfuðborgarsvæðinu en nánari upplýsingar um prófið verða auglýst síðar.
 
Hægt er að skoða þær æfingar sem eru í hlýðni 1 prófi með því að ýta á þennan tengil.
http://vinnuhundadeildin.weebly.com/hlyacuteethni-i.html
 
Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að senda póst á Schäferdeildina schaferdeild@gmail.com
 
Fyrir hönd Schäferdeildarinnar,
Anna Francesca Rósudóttir, formaður

20.03.2011 13:13

Ótitlað


 Tekið af Vinnuhundadeildarsíðunni  http://vinnuhundadeildin.weebly.com/index.html

19.mars 2011
Bronsmerkjapróf

Næsta Bronsmerkjapróf verður haldið 27.mars (þarnæsta sunnudag) á Höfuðborgarsvæðinu.
 Skráningarfrestur rennur út næsta miðvikudag. 23 mars

Lágmarkssþátttökufjöldi til að próf séu haldin eru 5 hundar.
Þátttakendur þurfa að vera félagar í Hundaræktarfélagi Íslands.
Tekið er á móti skráningum í vinnupróf á skrifstofu
Hundaræktarfélags Íslands. 
Síðumúla 15, 108 Reykjavík 
Sími: 588 5255

20.03.2011 13:08

D-got 6 vikna m/bein






Var að setja inn myndir þar sem flottu krílin fengu bein til að naga og var mikið fjör
emoticon
 

18.03.2011 13:43

D-got úti myndir.







17.03.2011 16:36

D-got 6 vikna

Þá eru þessi flottu skott orðin 6 vikna og styttist að þau fari að heiman og gleðji eigendur sína.

Komnar nýjar myndir







emoticon  

16.03.2011 16:46

Stórhundadagar Garðheima

Stórhundadagar Garðheima helgina 19.-20. mars 2011

Um næstu helgi verða Stórhundadagar í Garðheimum. Schaferdeildin verður með bás þar eins og fyrri ár og óskum við eftir áhugasömum eigendum og hundum til þess að kynna tegundina. Um er að ræða viðveru í eina til tvær klukkustundir en dagskráin er frá kl 12 - 17 bæði laugardag og sunnudag.

Endilega hafið samband við deildina með því að senda póst schaferdeild@gmail.com ef þið hafið áhuga á að vera með.

11.03.2011 09:51

D-got 5 vikna




Búið að færa hvolpana úr gotkassanum, voru þeir sko ekkert smá ánægðir með þessa breytingu.
Tala ekki um Diesel og Aragon sem geta hjálpað til við að leika og þrífa.
Búin að setja inn nýjar myndir
emoticon
 

10.03.2011 14:01

Skapgerðarmat

Tekið af www.hrfi.is

Fréttir

10.3.2011 11:51:56
Breyting á sérákvæði um meistarareglur fyrir vinnuhunda

Á stjórnarfundi stjórnar Hundaræktarfélags Íslands þann 9. febrúar 2011 var samþykkt að fella niður kröfur um skapgerðamat hjá þeim tegundum þar sem þess er krafist, sem skilyrði til að hljóta titilinn íslenskur meistari, vegna ónógs framboðs af skapgerðamötum.  FCI hefur verið tilkynnt um ákvörðunina og óskað eftir að þeir geri hið sama varðandi titilinn C.I.B. 

Stjórn HRFÍ finnst leiðinlegt að málin séu í þeim farvegi að fella þurfi niður kröfurnar.

Frá og með 1. apríl 2011 fellur niður ákvæði um skapgerðarmat fyrir schäferhunda, vinnuhunda sem tilheyra tegundahópum 1, 2, 3, 4, 5, 6 og vatna- og spanielhundar (Flushing/Water) í tegundahópi 8 (Gildir um hundakyn sem þurfa að skila vinnuprófum skv. Breeds nomenclature lista FCI - stjörnumerktir í Working trials reit, án sviga) sem sérákvæði til að hljóta titilinn íslenskur meistari (ISCh).

07.03.2011 22:14

Fundur

25.02.2011
Ársfundur Schäferdeildarinnar

Ársfundur deildarinnar verður haldinn, fimmtudaginn 10. mars kl. 19.30 á skrifstofu HRFÍ, Síðumúla 15.

Dagskrá:

1.  Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 2010-2011

2.   Kosning til stjórnar (kosið er um 3 sæti)
Ræktunarstjórn er skipuð 5 félagsmönnum, sem kosnir eru til 2ja ára í senn. Nú er kosið um 3 sæti. Kosningarétt og kjörgengi hafa þeir sem eru skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn. Hjón hafa kosningarétt og kjörgengi hvort heldur þau greiða félagsgjald sem hjón eða í sitthvoru lagi sé annað þeirra skráð fyrir hundi í deildinni.

3.  Önnur mál

Fyrir hönd stjórnar,
Dótla Elín

03.03.2011 21:15

D-got 1 mánaða





Bleika skvísan og Diesel


Rauða skvísan og Aragon


Nú eru flottu hvolpaskottin okkar orðin 1 mánaða og farið að færast mikið fjör í bæ. Þau eru komin með tennur bæði uppi og niðri emoticon farin að skríða upp úr gotkassanum, hoppa og skoppa út um allt, bíta í hvort annað.

Var að setja inn nýjar myndir þar sem þau fengu að borða í 1 skipti inn í eldhúsi og var sko fjör.
emoticon 

Sasha fær 2 hjálparhellur að þrífa og leika við krílin, Aragon og Diesel voru sko ekki lengi að nýta sér tækifærið að smakka og skoða hvolpaskottinemoticon

01.03.2011 23:30

D-got 3 vikna 2011

Nú eru krúttin orðin 3 vikna og heldur betur að færast fjör í kassann.
Komnar nýjar myndir











  • 1

Schafer

Nafn:

KRISTJANA

Farsími:

790-6868

Um:

Schafer ræktun - Þýskur fjárhundur

Sýningar- Þjálfun kl 20

eftir

3 daga

Reykjavík Winner og NKU 9.júní

eftir

2 mánuði

21 daga

Deildarsýning Schaferdeildar

eftir

1 mánuð

30 daga

DNA-test

atburður liðinn í

2 ár

11 mánuði

23 daga

Belcando hundafóður

atburður liðinn í

4 ár

11 mánuði

18 daga

Ice Tindra Bæjarrölt kl 14

eftir

11 daga

Tenglar

Flettingar í dag: 1577
Gestir í dag: 94
Flettingar í gær: 308
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 713083
Samtals gestir: 57262
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 11:50:23